Jöklar eiga í vök að verjast Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 17:00 Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni á það til að brotna upp mjög ört en getur þó stundum gengið fram þótt afkoma hans gefi ekki tilefni til.Fréttablaðið/Heiða „Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi. Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi.
Loftslagsmál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent