Spurt... og svarað? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Ekki veit ég með vissu hvort heppilegt sé að spyrja þriggja meginspurninga nú þegar umræður um aðildar- (eða aðlögunar-) viðræður við Evrópusambandið hafa keyrst fastar í gamalkunnum farvegi. Svör við þessum spurningum (og nokkrum afleiddum) gætu varpað ljósi á hvernig við rekum það sem kallast lýðveldi með þingbundinni stjórn samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Íslands. Eigum við að reyna? Fyrsta spurningin (og tvær afleiddar) er svona: Getur stjórnmálaflokkur sem leggur fram grunnstefnuskrá fyrir þingkosningar staðið fast á því að allir kjósendur sínir taki að öllu leyti undir hvert einasta stefnuatriði. Ef svo er hvernig vita stjórnmálamenn flokksins það? Ef svo er ekki hvernig er þá unnt að nota kosningaúrslit sem skýran og óhagganlegan mælikvarða á vilja kjósenda í öllum helstu meginmálum samfélagsins? Mælir nokkuð gegn þjóðaratkvæðagreiðslu? Önnur spurning (og tvær afleiddar) er svona: Ef unnar eru nokkrar skoðanakannanir með lágmarks vísindalegum hætti um tiltekin pólitísk meginmálefni, duga þær til að höndla sem best hin sömu mál og þá í samræmi við niðurstöður kannananna? Ef svo er, hvor nýleg könnunin er mikilvægari – sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna séu andvíg inngöngu í Evrópusambandið eða sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð aðildarviðræðna fari fram? Sé svo ekki, mælir þá eitthvað á móti því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort slíta beri viðræðunum eins og nú heyrist rætt um, eða halda þeim áfram og það áður en þingsályktunartillaga um slit er lögð fram á Alþingi? Þriðja spurning (og tvær afleiddar): Ef skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ, umbeðin af fulltrúum vorum sem teljast andvígir EB-aðild, er góð og gild má þá búast við að skýrsla Alþjóðamálastofnunar HÍ, umbeðin af víðtækum samtökum sem sögð eru fylgjandi aðild, verði hvorki góð né gild? Ef svo er, hver eru þá rökin? Ef svo er ekki, væri snjallt að leyfa þeirri skýrslu að lita umræður með opnum huga?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ekki veit ég með vissu hvort heppilegt sé að spyrja þriggja meginspurninga nú þegar umræður um aðildar- (eða aðlögunar-) viðræður við Evrópusambandið hafa keyrst fastar í gamalkunnum farvegi. Svör við þessum spurningum (og nokkrum afleiddum) gætu varpað ljósi á hvernig við rekum það sem kallast lýðveldi með þingbundinni stjórn samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Íslands. Eigum við að reyna? Fyrsta spurningin (og tvær afleiddar) er svona: Getur stjórnmálaflokkur sem leggur fram grunnstefnuskrá fyrir þingkosningar staðið fast á því að allir kjósendur sínir taki að öllu leyti undir hvert einasta stefnuatriði. Ef svo er hvernig vita stjórnmálamenn flokksins það? Ef svo er ekki hvernig er þá unnt að nota kosningaúrslit sem skýran og óhagganlegan mælikvarða á vilja kjósenda í öllum helstu meginmálum samfélagsins? Mælir nokkuð gegn þjóðaratkvæðagreiðslu? Önnur spurning (og tvær afleiddar) er svona: Ef unnar eru nokkrar skoðanakannanir með lágmarks vísindalegum hætti um tiltekin pólitísk meginmálefni, duga þær til að höndla sem best hin sömu mál og þá í samræmi við niðurstöður kannananna? Ef svo er, hvor nýleg könnunin er mikilvægari – sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna séu andvíg inngöngu í Evrópusambandið eða sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð aðildarviðræðna fari fram? Sé svo ekki, mælir þá eitthvað á móti því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort slíta beri viðræðunum eins og nú heyrist rætt um, eða halda þeim áfram og það áður en þingsályktunartillaga um slit er lögð fram á Alþingi? Þriðja spurning (og tvær afleiddar): Ef skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ, umbeðin af fulltrúum vorum sem teljast andvígir EB-aðild, er góð og gild má þá búast við að skýrsla Alþjóðamálastofnunar HÍ, umbeðin af víðtækum samtökum sem sögð eru fylgjandi aðild, verði hvorki góð né gild? Ef svo er, hver eru þá rökin? Ef svo er ekki, væri snjallt að leyfa þeirri skýrslu að lita umræður með opnum huga?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar