Dulin hótun forsætisráðherra Höskuldur Kári Schram skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín. Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín.
Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira