Bændur vildu síma 1905, „þeir vildu gemsann“ Guðni Ágústsson skrifar 3. mars 2014 08:00 Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Aftur og aftur hendir það hálærða menn að fara með sömu lygatugguna um að bændur hafi riðið til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum, já símanum. Hið sanna er að þeir vildu loftskeytasamand við Ísland í stað ritsímasambands um sæstreng. Gemsinn er nú nefndur til gamans sem skilgetið afkvæmi þess þráðlausa. En um ritsímann og sæstrenginn og hins vegar loftskeytasambandið stóðu pólitískar deilur og snerust þær um hvort ekki bæri fremur að fara í þráðlaust samband eða loftskeytasamband. Fyrir þessum pólitísku hreyfingum fóru tveir af glæsilegustu mönnum Íslandssögunnar, annars vegar Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Hann var sæstrengsmaður. Hins vegar Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður. Hann vildi loftskeytasamband og var sjálfur með umboð og einkaleyfi Marconifélagsins á Norðurlöndunum.Um hvað var deilt 1905? Nú hendir þetta slys Bolla Héðinsson, ágætan mann, að tengja símadeiluna 1905 inn í þá umræðu að núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að koma hreint fram við Brussel og draga aðlögunina að ESB til baka og fylgja þar með eftir hálfnuðu verki fyrri ríkisstjórnar sem hafði lagt viðræðurnar í frost af því að þær voru að stranda á stóru málunum um landbúnað og sjávarútveg, ekki síst landhelginni. Spyrjið bara þá Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson um staðreyndir málsins. Bolli verður að lesa betur heima, hann getur farið í bæði ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson eða Öldina okkar eða Söguþræði Símans og Sögu Símans í 100 ár. En þar segir frá Reykjavíkurreið bænda 1905 og virðist hún vera liður í mjög pólitískum átökum á Íslandi þá. Tillögur bændafundarins snerust um tvö stór pólitísk mál. Í fyrsta lagi ályktaði fundurinn um þann „stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslensku þjóðar stafar af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf Íslandsráðherra“. Í öðru lagi skorar „Bændafundurinn á Alþingi mjög alvarlega að hafna algerlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra Íslands gerði sl. haust við stóra norræna símafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og stjórn að sinna tilboðum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli Íslands og útlanda og innan lands eða fresta málinu að öðrum kosti“.Hverjir voru í liði bænda? Þessir bændur voru ekki að mótmæla síma, þeir voru að mæla með nýjustu tækni og töluðu fyrir loftskeytasambandi við útlönd. Í hópi þessara bænda voru fyrirliðarnir ekki neinir afturhaldsmenn, þar fór sjálfur Einar Benediktsson, skáld og sýslumaður Rangæinga fyrir liði. Nú spyr ég þig Bolli og alla þá sem þekkja sögu Einars Benediktssonar en hann stóð að þessari hópreið: Hver trúir þeirri vitleysu að hann, framsæknasti Íslendingurinn í upphafi síðustu aldar, heimsborgari og mestur framfaramaður landsins, hafi barist gegn símanum, ég spyr? Einar var langt á undan samtímanum, búinn að hanna rafvæðingu landsins fyrir fyrri heimsstyrjöld, sá alls staðar tækifæri, vildi selja norðurljósin sem gert er nú eitt hundrað árum síðar. Hver trúir að hann hafi barist gegn símasambandi eða samskiptum við umheiminn? En Einar var á heimavelli hvar sem hann kom á mannfagnaði erlendis, viðskiftajöfur Íslands. Það voru heldur engir aukvisar í hans liði. Þar má nefna þá Björn Jónsson, síðar ráðherra, Valtý Guðmundsson, alþingismann og ritstjóra, og Eyjólf Guðmundsson, landshöfðingja í Hvammi, Gest Einarsson á Hæli, Þorstein Thorarensen á Móeiðarhvoli og séra Jens Pálsson í Görðum.Frumburður landsins Að lokum þakkaði Guðmundur Finnbogason, mestur menntamaður þá, bændum skörungsskapinn að sýna, að þeir vildu ekki selja frumburðarrétt sinn eins og Esaú forðum. Bændurnir 1905 voru í sömu hugleiðingum og fólkið sem nú stendur á Austurvelli. Þeir komu til að mótmæla stjórnvöldum. Deilan nú snýst kannski enn frekar um frumburðarrétt okkar og landsins. Og hverjir ráði lífi og lögum, auðlindum og ákvörðunum Íslendinga í framtíðinni. En í þeim efnum voru þeir samherjar, Hannes Hafstein og Einar Benediktsson. Þeir vildu frelsi landsins, fjárfestingu og framfarir. Eins og ég trúi reyndar að allir Íslendingar vilji hvar sem þeir standa í Evrópusambandsmálinu. Bændurnir 1905 voru á undan í hugsuninni en ekki afturhaldsmenn.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun