Slíðrum sverðin Ellert B. Schram skrifar 4. mars 2014 06:00 Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er uppákoma, atburður, sem kallar fram óvenjulega sterk viðbrögð. Stór hluti þjóðarinnar er augljóslega þeirrar skoðunar, að mál af þessu tagi, sé miklu stærra en svo, að meirihluti Alþingis, sé einn um slíka ákvörðun. Málið er nefnilega svo stórt, að með því að slíta formlega viðræðum, er það ákvörðun, sem ekki verður breytt aftur í einni svipan. Slit á viðræðum við ESB hafa langtíma áhrif og afleiðingar. Fullyrt er að það taki a.m.k. tíu til tuttugu ár að snúa við því blaði. Þetta er tímamótaákvörðun sem varir. Að því leyti er ákvörðun um viðræðuslit allt önnur en breytingar á lögum, sem Alþingi setur og samþykkir alla jafna. Lögum má alltaf breyta, meðan viðræðuslit við ESB eru varanleg til margra ára. Í kjölfar hrunsins gerðu Íslendingar tilraun til að spyrja sjálfa sig: Hvað gerðum við rangt? Hvað þarf að laga í stjórnarfari okkar? Bæði rannsóknarnefndin, heimspekingar og stjórnmálamennirnir sjálfir bentu á ýmsa veikleika, sem hér verður ekki farið út í, en meginstefið var þó þetta: Íslendingar vaða áfram og gefa skít í andstæðingana, stjórnmálaflokkarnir einblína of mikið á sjálfa sig (og sína), ákvarðanir eru teknar í átökum í krafti sérhagsmuna eða í einhvers konar kappleik, eins og Páll Skúlason, fyrrum háskólarektor, segir. Það skorti og skortir samræðu, hugsun og viðleitni til að hafa almannaheill að leiðarljósi.Ekki mál tveggja flokka Ákvarðanir og umræður um tillöguna um slit á viðræðum við ESB er ekki mál eins eða tveggja stjórnmálaflokka. Þar að auki má halda því fram að kosningarnar til Alþingis í fyrra hafi alls ekki snúist um Evrópumálin. Þeim var ýtt til hliðar, með loforðum um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur tóku mark á því og kosningabaráttan snerist um allt annað: niðurfellingu á skuldum heimilanna, fyrst og fremst. Evrópa var ekki á dagskrá. Ég ætla ekki að fara að tala um svik á loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur benda á að skoðanakannanir sýna aftur og aftur þá staðreynd, að þjóðin sé klofin í tvær fylkingar, með og á móti, og þar sé kannski bita munur en ekki fjár. Ég er í hópi þeirra sem vilja vita hvað er í boði ef gengið er í ESB og hvað er í boði hvað varðar gjaldeyrismál og krónu í höftum. Af hverju geta flokkarnir okkar ekki sest niður og talað saman um hvað sé skynsamlegast að gera? Fyrir okkur öll og komandi kynslóðir. Málið á ekki að snúast um afstöðu einstakra flokka, heldur um almannaheill, um framtíðina, um lífskjör þjóðarinnar. Í stað þess eru þingmenn og stjórnmálaflokkar í sömu sporunum og við þekkjum frá fyrri tíð. Með samanbitnar varir, með lágkúrulegum orðræðum, með hugsun kappliðsmanna, að nú sé það allt eða ekkert, nú sé það eina markmiðið að sigra í þessari lotu. Þeir hugsa um flokkinn en ekki þjóðina, þeir skeyta ekki um skoðanir annarra en sjálfra sín og við erum komin aftur í sama farið og fyrir hrun. Allt eða ekkert. Nú eða aldrei.Aftur í öngstræti Þetta er sorgleg staða og dapurleg. Þjóðin er aftur í öngstræti. Aftur sundruð. Mikið mundu þeir vaxa í áliti og verða menn að meiri, foringjar stjórnarflokkanna, ef þeir legðu til að tillagan um slit á viðræðum yrði dregin til baka, að kalla saman hagsmunahópa, fulltrúa allra flokka, sérfræðinga og siðfræðinga, til rökræðu og málflutnings og gera þannig heiðarlega og vitsmunalega tilraun til að ná sameiginlegri niðurstöðu í þágu almannaheilla. Ná sátt í þágu framtíðar hér á Íslandi. Og síðast en ekki síst, sýna þjóðinni að kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki í kappleik fyrir einhvern flokk, heldur beri hagsmuni samfélagsins fyrir brjósti. Eyðum þessum illindum og offorsi, sýnum að við erum hugsandi verur. Mikið mundi það hjálpa Alþingi, stjórnmálaflokkunum og þjóðinni, til að öðlast virðingu og traust og trú á betri framtíð.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar