Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson skrifar 8. mars 2014 07:00 Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar