Þetta er landið sitt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Stundum hvarflar að manni að til sé eftir allt saman séríslenskt efnahagslögmál: því meira sem einhver græðir, þeim mun verr stendur hann. Og hafi dunið á fyrirtækjum samfelldur gróði árum saman eru þau brátt komin á vonarvöl.Afturkallinn Kynni maður að ætla þegar um er að ræða þær tvær atvinnugreinar sem einkum hafa hagnast á lágu gengi krónunnar undanfarin ár, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Hvorug greinin er aflögufær eins og frægt er; og fyrirtækjum í ferðaþjónustu virðist um megn að taka þátt í eðlilegri uppbyggingu – eða lágmarksviðhaldi – á helstu ferðamannastöðum og virðast ætla að láta ferðamennina um að greiða það allt. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt í verki hug sinn til náttúruverndar, með því fyrst að setja í stól umhverfisráðherra yfirlýstan andstæðing umhverfisverndar sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að flæma úr starfi virtan og vammlausan ráðuneytisstjóra, Stefán Thors, fyrir engar sakir. Ríkisstjórnin hefur líka að hans undirlagi markvisst skert framlög til landvörslu, enda margoft sannað sig að landverðir eru stórhættulegt fólk – gott ef ekki náttúruverndarsinnar – sem þekkja landið. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að hætta við svokallað gistináttagjald, skatt sem stóð til að leggja á ferðaþjónustuna og nota til þess að byggja upp ýmislegt sem látið hefur verið sitja á hakanum alltof lengi, leggja göngustíga, bæta aðgengi, sinna viðhaldi. Í staðinn stendur til að innleiða svokallaðan náttúrupassa með yfirskriftinni: Þeir borgi sem njóta. Það er að segja: Þeir sleppa sem græða.„Þetta land á þig“ Þetta finnst sumum landeigendum frábær hugmynd og geta raunar ekki beðið eftir því að ríkisstjórnin komi þessari gjaldtöku gegnum þingið, vilja ólmir fara sjálfir að rukka fyrir aðgang að stöðum sem hingað til hefur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir að njóta. Það er einkennileg og óþægileg tilhugsun að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru. Þegar ég kem að Dettifossi vil ég ekki þurfa að borga mig þar inn. Það er ekki vegna þess að ég tími því ekki – eflaust verður þetta smáræði – málið snýst um eitthvað annað og dýpra. Gjaldtaka við slíkan stað fer í bága við einhverja grundvallarhugmynd sem ég hef um samband mitt við Ísland. Dettifoss er frændi minn, hann er partur af mér. Að fara að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru er eins og að þurfa að borga sig inn til að heimsækja náin skyldmenni. Ég veit: Þetta eru tóm tilfinningarök hjá mér, en þessi tilfinning er samt meðal þess sem mér finnst gera mig að Íslendingi. Þegar maður á að borga sig inn við Gullfoss eða á Þingvöllum, við Skógarfoss, Kerið eða Landmannalaugar, hefur maður verið sviptur einhverju ákaflega mikilsverðu: tilfinningunni fyrir olnbogarýminu, víðáttunni sem endurspegli eitthvað stórt innra með manni. Borgi maður sig inn á þessa staði eins og hvert annað tívolítæki hverfur þessi kennd. Lögfræðingar gætu eflaust talað hér um almannarétt og vísað aftur í Grágás um frjálsa umferð fólks um landið, hvað sem líður eignarhaldi. Íslensk náttúra og gersemar hennar – vatnið, vindurinn, fossarnir og fjöllin – eru sameign þjóðarinnar og það á að vera sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að vernda þessa náttúru. Það er hvað sem öðru líður og hvað sem hver segir gott að búa á Íslandi. Hér er allt – eða þannig – margt – sumt að minnsta kosti – fjölskyldan, málið, vinir, sameiginlegar tilvísanir, einhver andi … Og svo höfum við aðgang að þessari náttúru og vitneskjuna um þann aðgang. Maður gengur um landið, horfir á hóla og hæðir og finnur að þessi náttúra tilheyrir manni í einhverjum víðum og djúpum skilningi og maður tilheyrir henni. En umfram allt, þetta land hefur gildi og verðmæti í sjálfu sér; tilheyrir sjálfu sér. Guðmundur Páll Ólafsson skrifaði í Hálendinu í náttúru Íslands: „Enginn á land; enginn á vatn, vind eða sól. En land á fólk, þjóðina sem í því býr og af því er orðið fósturjörð dregið. Ekkert getur breytt þessu…“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Stundum hvarflar að manni að til sé eftir allt saman séríslenskt efnahagslögmál: því meira sem einhver græðir, þeim mun verr stendur hann. Og hafi dunið á fyrirtækjum samfelldur gróði árum saman eru þau brátt komin á vonarvöl.Afturkallinn Kynni maður að ætla þegar um er að ræða þær tvær atvinnugreinar sem einkum hafa hagnast á lágu gengi krónunnar undanfarin ár, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Hvorug greinin er aflögufær eins og frægt er; og fyrirtækjum í ferðaþjónustu virðist um megn að taka þátt í eðlilegri uppbyggingu – eða lágmarksviðhaldi – á helstu ferðamannastöðum og virðast ætla að láta ferðamennina um að greiða það allt. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt í verki hug sinn til náttúruverndar, með því fyrst að setja í stól umhverfisráðherra yfirlýstan andstæðing umhverfisverndar sem lét það verða eitt sitt fyrsta verk að flæma úr starfi virtan og vammlausan ráðuneytisstjóra, Stefán Thors, fyrir engar sakir. Ríkisstjórnin hefur líka að hans undirlagi markvisst skert framlög til landvörslu, enda margoft sannað sig að landverðir eru stórhættulegt fólk – gott ef ekki náttúruverndarsinnar – sem þekkja landið. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að hætta við svokallað gistináttagjald, skatt sem stóð til að leggja á ferðaþjónustuna og nota til þess að byggja upp ýmislegt sem látið hefur verið sitja á hakanum alltof lengi, leggja göngustíga, bæta aðgengi, sinna viðhaldi. Í staðinn stendur til að innleiða svokallaðan náttúrupassa með yfirskriftinni: Þeir borgi sem njóta. Það er að segja: Þeir sleppa sem græða.„Þetta land á þig“ Þetta finnst sumum landeigendum frábær hugmynd og geta raunar ekki beðið eftir því að ríkisstjórnin komi þessari gjaldtöku gegnum þingið, vilja ólmir fara sjálfir að rukka fyrir aðgang að stöðum sem hingað til hefur ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir að njóta. Það er einkennileg og óþægileg tilhugsun að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru. Þegar ég kem að Dettifossi vil ég ekki þurfa að borga mig þar inn. Það er ekki vegna þess að ég tími því ekki – eflaust verður þetta smáræði – málið snýst um eitthvað annað og dýpra. Gjaldtaka við slíkan stað fer í bága við einhverja grundvallarhugmynd sem ég hef um samband mitt við Ísland. Dettifoss er frændi minn, hann er partur af mér. Að fara að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru er eins og að þurfa að borga sig inn til að heimsækja náin skyldmenni. Ég veit: Þetta eru tóm tilfinningarök hjá mér, en þessi tilfinning er samt meðal þess sem mér finnst gera mig að Íslendingi. Þegar maður á að borga sig inn við Gullfoss eða á Þingvöllum, við Skógarfoss, Kerið eða Landmannalaugar, hefur maður verið sviptur einhverju ákaflega mikilsverðu: tilfinningunni fyrir olnbogarýminu, víðáttunni sem endurspegli eitthvað stórt innra með manni. Borgi maður sig inn á þessa staði eins og hvert annað tívolítæki hverfur þessi kennd. Lögfræðingar gætu eflaust talað hér um almannarétt og vísað aftur í Grágás um frjálsa umferð fólks um landið, hvað sem líður eignarhaldi. Íslensk náttúra og gersemar hennar – vatnið, vindurinn, fossarnir og fjöllin – eru sameign þjóðarinnar og það á að vera sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að vernda þessa náttúru. Það er hvað sem öðru líður og hvað sem hver segir gott að búa á Íslandi. Hér er allt – eða þannig – margt – sumt að minnsta kosti – fjölskyldan, málið, vinir, sameiginlegar tilvísanir, einhver andi … Og svo höfum við aðgang að þessari náttúru og vitneskjuna um þann aðgang. Maður gengur um landið, horfir á hóla og hæðir og finnur að þessi náttúra tilheyrir manni í einhverjum víðum og djúpum skilningi og maður tilheyrir henni. En umfram allt, þetta land hefur gildi og verðmæti í sjálfu sér; tilheyrir sjálfu sér. Guðmundur Páll Ólafsson skrifaði í Hálendinu í náttúru Íslands: „Enginn á land; enginn á vatn, vind eða sól. En land á fólk, þjóðina sem í því býr og af því er orðið fósturjörð dregið. Ekkert getur breytt þessu…“
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar