Eignarnám hér en ekki þar Ögmundur Jónasson skrifar 18. mars 2014 00:00 Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar