Utan vallar: Áskorun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2014 06:00 Pavel Ermolinskij, leikmaður KR. Vísir/Pjetur Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Fyrirkomulag á úrslitakeppnum í boltaíþróttum á Íslandi er mjög hefðbundið og hefur verið lengi. Efsta lið í deildarkeppni spilar við neðsta liðið sem tryggir sér sæti í úrslitakeppninni og svo koll af kolli. Hingað til hefur ekkert verið viðrað að breyta þessu fyrirkomulagi á einhvern hátt en ég persónulega væri til í að sjá ákveðnar breytingar í þessum efnum. Það verður að viðurkennast að margt upphitunarefni í fjölmiðlum fyrir svona leiki er frekar þurrt. Þjálfarar og leikmenn tala um hvað það sé gott að vera á heimavelli, það megi ekki vanmeta andstæðinginn, það sé aðeins hugsað um einn leik í einu og þar fram eftir í klisjunum. Gott og blessað að sýna virðingu og hógværð en það má stundum sýna meiri lit. Ég er sannfærður um að það myndi gefa þessari umræðu mikið líf ef fyrirkomulagið væri í líkingu við það sem við höfum séð í sænsku íþróttalífi. Tökum sem dæmi að um sé að ræða átta liða úrslitakeppni eins og í Dominos-deild karla. Þá myndu forráðamenn allra liðanna mæta á blaðamannafund þar sem þeir myndu hreinlega velja sér andstæðing.Nigel Moore, ÍR.Vísir/Stefán Deildarmeistarar KR hefðu þá valið sér andstæðing og síðan þurft að færa rök fyrir því af hverju þeir vilji mæta einhverju ákveðnu liði fyrir framan forráðamenn þess félags og annarra. Það gefur andstæðingnum eldsneyti og fyrir vikið er kominn grundvöllur fyrir meira fjöri og líflegri umræðum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að efsta liðið vilji endilega mæta því sem endaði í áttunda sæti. Svo fengi liðið í öðru sæti að velja sér andstæðing og svo koll af kolli. Slíkt fyrirkomulag væri mjög fjölmiðlavænt og myndi vekja enn meiri áhuga en ella á viðkomandi rimmum og allri úrslitakeppninni. Það myndi líka kveikja enn frekar í áhorfendum liðanna. Þar af leiðandi fengjum við færri klisjur og fleiri áhugaverð viðtöl. Ég er sannfærður um að þetta yrði vel heppnað fyrirkomulag og myndi mælast vel fyrir. Ég vil því nota tækifærið og skora á samböndin að taka upp slíkt fyrirkomulag við fyrsta tækifæri. Úrslitakeppnirnar eru vissulega mjög skemmtilegar í dag en það þýðir ekki að það megi ekki gera þær enn skemmtilegri.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira