Menntastefna fjármálaráðuneytis? Guðbjartur Hannesson skrifar 21. mars 2014 07:00 Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun