Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2014 06:00 Alfreð er markahæstur í sögu Heerenveen. Vísir/Getty „Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað. Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
„Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað.
Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34