Heilagur kaleikur kynjakvótans Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. mars 2014 06:00 Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar