Verðum að þora að taka skotin okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2014 06:30 Keflavík gæti farið í snemmbúið sumarfrí í kvöld. fréttablaðið/daníel Taki Keflvíkingar sig ekki saman í andlitinu og vinni Stjörnuna á heimavelli í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta verður liðinu sópað í sumarfrí. Keflavík, sem endaði í 2. sæti deildakeppninnar með 18 sigra og fjögur töp, tapaði fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni á heimavelli og var svo rassskellt í Ásgarði á mánudagskvöldið þar sem liðið virtist heillum horfið og leikmenn þess ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. „Við erum bara að spila gegn góðu liði sem er að spila vel, hitta úr skotunum sínum og spila góða vörn,“ segir Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við þurfum að halda áfram að gera það sem við gerðum vel í deildinni. Það er að þora að taka skotin okkar og verjast betur. Við verðum að halda Stjörnunni betur frá körfunni.“ Hljóðið var ekkert sérstaklega gott í Andy þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Pressan eðlilega hleðst upp í Sláturhúsinu enda var kvennaliðinu sópað í sumarfrí og nú er karlaliðið á barmi sömu örlaga. Þeir sem horfðu á leik Stjörnunnar og Keflavíkur á mánudagskvöldið í sjónvarpinu sáu hvernig Andy reyndi af veikum mætti að berja líf í sína menn í leikhléum. Það var sama hvað hann sagði, svörin voru fá. Hann þurfti að ganga svo langt að tala við þá eins og leikmenn í yngri flokkum og spyrja hvort þeir ætluðu hreinlega að vera í fýlu það sem eftir lifði leiks. „Við getum barist betur en í síðasta leik og það gerum við á föstudaginn,“ segir Andy aðspurður um baráttu- og andleysið í liðinu í síðasta leik. Hann er afar stuttaralegur í svörum. Spurður hvort hans menn hafi hreinlega gefist upp segir hann: „Nei, þeir eru ekki búnir að gefast upp. Þeir verða betri á föstudaginn. Við getum spilað betur en við höfum verið að gera og það gerum við á föstudaginn.“ Fáir höfðu trú á Stjörnunni fyrir einvígið enda slefaði liðið inn í úrslitakeppnina. Það vann tvö neðstu lið deildarinnar, Val og KFÍ, í tveimur af þremur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppnina en fékk svo rassskell á heimavelli gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Andy telur liðið betra en deildakeppnin gefur til kynna. „Ég sagði það fyrir seríuna að Stjarnan er að spila jafn vel og bestu liðin undanfarið. Það vann síðustu leiki sína með 30 stigum eða eitthvað og er vel þjálfað,“ segir Andy en hefur hann trú á að Keflavík geti unnið Stjörnuna þrisvar sinnum í röð? „Við tökum bara einn leik í einu. Við verðum að spila vel á föstudaginn og vinna þann leik,“ segir Andy Johnston. Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
Taki Keflvíkingar sig ekki saman í andlitinu og vinni Stjörnuna á heimavelli í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta verður liðinu sópað í sumarfrí. Keflavík, sem endaði í 2. sæti deildakeppninnar með 18 sigra og fjögur töp, tapaði fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni á heimavelli og var svo rassskellt í Ásgarði á mánudagskvöldið þar sem liðið virtist heillum horfið og leikmenn þess ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. „Við erum bara að spila gegn góðu liði sem er að spila vel, hitta úr skotunum sínum og spila góða vörn,“ segir Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við þurfum að halda áfram að gera það sem við gerðum vel í deildinni. Það er að þora að taka skotin okkar og verjast betur. Við verðum að halda Stjörnunni betur frá körfunni.“ Hljóðið var ekkert sérstaklega gott í Andy þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Pressan eðlilega hleðst upp í Sláturhúsinu enda var kvennaliðinu sópað í sumarfrí og nú er karlaliðið á barmi sömu örlaga. Þeir sem horfðu á leik Stjörnunnar og Keflavíkur á mánudagskvöldið í sjónvarpinu sáu hvernig Andy reyndi af veikum mætti að berja líf í sína menn í leikhléum. Það var sama hvað hann sagði, svörin voru fá. Hann þurfti að ganga svo langt að tala við þá eins og leikmenn í yngri flokkum og spyrja hvort þeir ætluðu hreinlega að vera í fýlu það sem eftir lifði leiks. „Við getum barist betur en í síðasta leik og það gerum við á föstudaginn,“ segir Andy aðspurður um baráttu- og andleysið í liðinu í síðasta leik. Hann er afar stuttaralegur í svörum. Spurður hvort hans menn hafi hreinlega gefist upp segir hann: „Nei, þeir eru ekki búnir að gefast upp. Þeir verða betri á föstudaginn. Við getum spilað betur en við höfum verið að gera og það gerum við á föstudaginn.“ Fáir höfðu trú á Stjörnunni fyrir einvígið enda slefaði liðið inn í úrslitakeppnina. Það vann tvö neðstu lið deildarinnar, Val og KFÍ, í tveimur af þremur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppnina en fékk svo rassskell á heimavelli gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Andy telur liðið betra en deildakeppnin gefur til kynna. „Ég sagði það fyrir seríuna að Stjarnan er að spila jafn vel og bestu liðin undanfarið. Það vann síðustu leiki sína með 30 stigum eða eitthvað og er vel þjálfað,“ segir Andy en hefur hann trú á að Keflavík geti unnið Stjörnuna þrisvar sinnum í röð? „Við tökum bara einn leik í einu. Við verðum að spila vel á föstudaginn og vinna þann leik,“ segir Andy Johnston.
Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Körfubolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum