Frumvarpið sem má ekki gleymast Einar Hugi Bjarnason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun