Veitendur og þiggjendur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2014 12:00 Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri skrifaði nú um helgina í Moggann grein sem vakið hefur nokkra athygli. Þar reifar hann viðhorf um verðmætasköpun og -sóun sem eflaust eru nokkuð útbreidd víða um land og rekur sögu um útgerð á báti í sínum „heimabæ“, þ.e.a.s. Vestmannaeyjum – tíundar þann ávinning sem sú starfsemi hefur haft fyrir samfélagið og spyr hvort þeir sem útgerðina hafa stundað af dugnaði og þrautseigju eigi ekki að uppskera árangur erfiðis síns; ekki veit ég hvort hann er þar með að fara fram á að þessir útgerðarmenn fái afhentan makrílkvóta sem þeir geti svo selt – þ.e.a.s réttinn til að „eiga“ óveiddan fiskinn í sjónum – en hitt held ég að við getum öll tekið undir: að íslenskir sjósóknarar eiga skilið að njóta þeirra afraksturs þeirra verðmæta sem þeir draga á land.Einfalt líkan Páll, sem sjálfur býr í Garðabæ – eins og raunar ég líka – þó í ólíkum hornum þess víðfeðma sveitarfélags sé – lætur sér nokkuð tíðrætt í greininni um viðhorf fólks í miðbæ Reykjavíkur, talar um miðbæjarmeinlokur. Hann ræðir líka um rekstur á ýmsum menningarstofnunum, þar á meðal Þjóðleikhúsi og Þjóðminjasafni, Stofnun Árna Magnússonar og Dansflokki, og setur þann kostnað sem þessum stofnunum fylgi í samhengi við það ómælda skattfé sem vinir hans í téðri útgerð láta af hendi rakna til samfélagsins; með einföldu stílbragði lætur hann þannig að því liggja, án þess að segja það berum orðum, að skattar sjósóknara í Vestmannaeyjum renni til menningarstarfsemi í Reykjavík. Páll andmælir því þannig kröftuglega, sem stundum heyrist, að engir njóti afrakstursins af auðlindinni aðrir en útgerðarmenn. Það er vissulega rétt hjá honum og ekki skal gert lítið úr ómældu framlagi fiskveiða til þjóðarbúsins – ekki síst í Vestmannaeyjum, þeirri miklu verstöð þar sem við Páll höfum báðir unnið í fiski, vænti ég. Að baki greininni hjá Páli er einfalt líkan af þjóðfélaginu. Það samanstendur eiginlega af þiggjendum og veitendum. Í heimi greinarinnar eru þiggjendurnir fólk sem fæst við menningarstarfsemi og býr í miðbæ Reykjavíkur og er haldið „miðborgarmeinlokum“ en veitendurnir eru harðsæknir sjómenn í Vestmannaeyjum. Þjóðin skiptist samkvæmt þessu í þá sem skapa verðmæti og hina sem eyða verðmætum. Er þjóðfélagið svona einfalt? Þiggjendur og veitendur? Nei. Þjóðfélagið er flókinn vefur þar sem við skiptum með okkur verkum og ómögulegt og að reyna að gera upp dæmið um það hvaða stétt eða búsetuháttur sé verðugri en annar eða færi samfélaginu mest. Eru hárskerar þjóðhagslega jafn hagkvæmir og pípulagningarmenn? Eiga blómasalar meiri rétt á sér en flugmenn? Þetta er fáránleg umræða. Og þó að við notuðum bara mælikvarða peninga – sem einungis mæla þó þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað – þá hafa menning og listir bjargað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú í ógöngum þess, eins og maður skyldi ætla að fyrrum útvarpsstjóri hefði haft einhvern pata af.Veiðendur og eigendur Og þó að margt listafólk geti verið óskiljanlegt og þó að margir hafi krækt sér í háskólagráðu án þess að kunna pelastikk, þá breytir það því ekki að óvini fólksins í sjávarþorpunum sem á afkomu sína undir fiskveiðum er ekki að finna meðal hálfvitanna í hundraðogeinum. Það eru ekki listamennirnir og háskólaborgararnir sem ákveða að nú skuli leggja niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Það er ekki starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem ógnar heilu byggðarlögunum. Það eru ekki „miðborgarmeinlokur“ sem valda því að fiskveiðiheimildir hafa safnast óhæfilega á fáar hendur nokkurra risafyrirtækja þar sem nokkrir tengslalausir „fagmenn“ hafa í hendi sér lífsafkomu og lífsstarf og lífsmáta fjölda fólks, sem á sinn rétt á því að lifa af því sem hafið gefur, eins og það hefur gert í ótal ættliði. Og það er ekki á vegum samtaka listamanna sem íbúum Djúpavogs, Húsavíkur og Þingeyrar býðst nú að flytja í tóma blokk í Grindavík og „fá vinnu“ þar kringum fiskinn sem þau ættu að eiga veiðiréttinn á sjálf. Það er ekki einu sinni á vegum Evrópusambandsins. Og það er heldur ekki vegna þess að eigendur Vísis séu illmenni eða beri ekki skynbragð á sögulegan rétt fólks til að búa þar sem stutt er á miðin sem heimamenn þekkja eins og lófann á sér – og þar sem fólkið á sína menningu sem hefur sama rétt til að vera áfram til og menningin í Grindavík. Vísir hefur notið byggðakvóta sem ætlaðir eru heimamönnum og svona fór um sjóferð þá. Hvar sem við búum – hvort sem það er fyrir norðan, austan eða vestan, í Garðabæ eða í miðborginni innan um allan meinlokurnar – hlýtur okkur að renna til rifja það óréttlæti að íbúar sjálfir njóti ekki eigin byggðakvóta og hægt sé að selja lífsafkomuna frá fólki á svo kaldrifjaðan hátt. Við samgleðjumst öll yfir því þegar menn verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða. Við höfum hins vegar meiri efasemdir yfir hinum sem verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða ekki – en eiga, þótt eigi að heita sameign þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri skrifaði nú um helgina í Moggann grein sem vakið hefur nokkra athygli. Þar reifar hann viðhorf um verðmætasköpun og -sóun sem eflaust eru nokkuð útbreidd víða um land og rekur sögu um útgerð á báti í sínum „heimabæ“, þ.e.a.s. Vestmannaeyjum – tíundar þann ávinning sem sú starfsemi hefur haft fyrir samfélagið og spyr hvort þeir sem útgerðina hafa stundað af dugnaði og þrautseigju eigi ekki að uppskera árangur erfiðis síns; ekki veit ég hvort hann er þar með að fara fram á að þessir útgerðarmenn fái afhentan makrílkvóta sem þeir geti svo selt – þ.e.a.s réttinn til að „eiga“ óveiddan fiskinn í sjónum – en hitt held ég að við getum öll tekið undir: að íslenskir sjósóknarar eiga skilið að njóta þeirra afraksturs þeirra verðmæta sem þeir draga á land.Einfalt líkan Páll, sem sjálfur býr í Garðabæ – eins og raunar ég líka – þó í ólíkum hornum þess víðfeðma sveitarfélags sé – lætur sér nokkuð tíðrætt í greininni um viðhorf fólks í miðbæ Reykjavíkur, talar um miðbæjarmeinlokur. Hann ræðir líka um rekstur á ýmsum menningarstofnunum, þar á meðal Þjóðleikhúsi og Þjóðminjasafni, Stofnun Árna Magnússonar og Dansflokki, og setur þann kostnað sem þessum stofnunum fylgi í samhengi við það ómælda skattfé sem vinir hans í téðri útgerð láta af hendi rakna til samfélagsins; með einföldu stílbragði lætur hann þannig að því liggja, án þess að segja það berum orðum, að skattar sjósóknara í Vestmannaeyjum renni til menningarstarfsemi í Reykjavík. Páll andmælir því þannig kröftuglega, sem stundum heyrist, að engir njóti afrakstursins af auðlindinni aðrir en útgerðarmenn. Það er vissulega rétt hjá honum og ekki skal gert lítið úr ómældu framlagi fiskveiða til þjóðarbúsins – ekki síst í Vestmannaeyjum, þeirri miklu verstöð þar sem við Páll höfum báðir unnið í fiski, vænti ég. Að baki greininni hjá Páli er einfalt líkan af þjóðfélaginu. Það samanstendur eiginlega af þiggjendum og veitendum. Í heimi greinarinnar eru þiggjendurnir fólk sem fæst við menningarstarfsemi og býr í miðbæ Reykjavíkur og er haldið „miðborgarmeinlokum“ en veitendurnir eru harðsæknir sjómenn í Vestmannaeyjum. Þjóðin skiptist samkvæmt þessu í þá sem skapa verðmæti og hina sem eyða verðmætum. Er þjóðfélagið svona einfalt? Þiggjendur og veitendur? Nei. Þjóðfélagið er flókinn vefur þar sem við skiptum með okkur verkum og ómögulegt og að reyna að gera upp dæmið um það hvaða stétt eða búsetuháttur sé verðugri en annar eða færi samfélaginu mest. Eru hárskerar þjóðhagslega jafn hagkvæmir og pípulagningarmenn? Eiga blómasalar meiri rétt á sér en flugmenn? Þetta er fáránleg umræða. Og þó að við notuðum bara mælikvarða peninga – sem einungis mæla þó þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað – þá hafa menning og listir bjargað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú í ógöngum þess, eins og maður skyldi ætla að fyrrum útvarpsstjóri hefði haft einhvern pata af.Veiðendur og eigendur Og þó að margt listafólk geti verið óskiljanlegt og þó að margir hafi krækt sér í háskólagráðu án þess að kunna pelastikk, þá breytir það því ekki að óvini fólksins í sjávarþorpunum sem á afkomu sína undir fiskveiðum er ekki að finna meðal hálfvitanna í hundraðogeinum. Það eru ekki listamennirnir og háskólaborgararnir sem ákveða að nú skuli leggja niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Það er ekki starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem ógnar heilu byggðarlögunum. Það eru ekki „miðborgarmeinlokur“ sem valda því að fiskveiðiheimildir hafa safnast óhæfilega á fáar hendur nokkurra risafyrirtækja þar sem nokkrir tengslalausir „fagmenn“ hafa í hendi sér lífsafkomu og lífsstarf og lífsmáta fjölda fólks, sem á sinn rétt á því að lifa af því sem hafið gefur, eins og það hefur gert í ótal ættliði. Og það er ekki á vegum samtaka listamanna sem íbúum Djúpavogs, Húsavíkur og Þingeyrar býðst nú að flytja í tóma blokk í Grindavík og „fá vinnu“ þar kringum fiskinn sem þau ættu að eiga veiðiréttinn á sjálf. Það er ekki einu sinni á vegum Evrópusambandsins. Og það er heldur ekki vegna þess að eigendur Vísis séu illmenni eða beri ekki skynbragð á sögulegan rétt fólks til að búa þar sem stutt er á miðin sem heimamenn þekkja eins og lófann á sér – og þar sem fólkið á sína menningu sem hefur sama rétt til að vera áfram til og menningin í Grindavík. Vísir hefur notið byggðakvóta sem ætlaðir eru heimamönnum og svona fór um sjóferð þá. Hvar sem við búum – hvort sem það er fyrir norðan, austan eða vestan, í Garðabæ eða í miðborginni innan um allan meinlokurnar – hlýtur okkur að renna til rifja það óréttlæti að íbúar sjálfir njóti ekki eigin byggðakvóta og hægt sé að selja lífsafkomuna frá fólki á svo kaldrifjaðan hátt. Við samgleðjumst öll yfir því þegar menn verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða. Við höfum hins vegar meiri efasemdir yfir hinum sem verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða ekki – en eiga, þótt eigi að heita sameign þjóðarinnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun