Bara gumpurinn upp úr? Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. apríl 2014 11:37 Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar