Bara gumpurinn upp úr? Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. apríl 2014 11:37 Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun