Lýsing á Lýsingu Einar Hugi Bjarnason skrifar 24. apríl 2014 07:00 Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablaðið þann 15. apríl sl. þar sem hann fjallar um blaðagrein sem ég ritaði í sama blað þann 4. sama mánaðar. Í grein minni var þeirri áskorun beint til alþingismanna að samþykkja sem lög frá Alþingi frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu og felur í sér að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar, sem að óbreyttu rennur út 16. júní nk., framlengist til 16. júní 2018.„Fyrirmyndarfyrirtækið“ Lýsing Sú mynd sem fulltrúi upplýsingamála Lýsingar dregur upp í grein sinni af fyrirtækinu sem hann þiggur laun hjá er fjarri öllum sanni. Af lýsingu hans að dæma mætti ætla að vinnuveitandi hans væri fyrirmyndarfyrirtæki sem ávallt hefði komið fram við viðskiptavini sína af sanngirni og sáttfýsi. Hið rétta er hins vegar, eins og viðsemjendur félagsins og raunar allir þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu síðustu ára vita, að Lýsing bauð þúsundum viðskiptavina sinna upp á samninga sem ekki stóðust lög þegar á reyndi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 153/2010. Þrátt fyrir þetta hefur Lýsing beitt mikilli hörku í innheimtuaðgerðum gegn viðsemjendum sínum á þessum sömu lánum. Fyrirsögn greinar upplýsingafulltrúans „Lýsing byggir á lögum“ eru því ein mestu öfugmæli sem birst hafa á prenti hér á landi á síðustu árum.Óvenjulega mikill áhugi á Lýsingu Í grein upplýsingafulltrúans fullyrðir hann að ég hafi „um árabil haft óvenjulega mikinn áhuga á Lýsingu“. Ekki veit ég hvaða viðmið Þór leggur til grundvallar þegar hann segir að áhuginn sé óvenjulegur en ég get upplýst hann um að „áhugi“ minn á Lýsingu er alfarið þannig tilkominn að til mín hafa leitað, á síðustu árum, mörg hundruð viðsemjenda félagsins sem telja sig hafa verið órétti beitta í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Þetta er í samræmi við það sem fram kemur í nýlegu minnisblaði umboðsmanns skuldara til ráðherra þar sem fram kemur að lántakar hafi í mörgum tilvikum verið fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna og hafi þurft að leita sér aðstoðar í baráttunni við þau. Umboðsmaður telur ástæðu til að nefna Lýsingu sérstaklega í þessu sambandi og segir orðrétt að „Lýsing [hafi] komið fram við lántakendur í þessum málum með þeim hætti að ekki verður við unað“.Útreikningsaðferð Lýsingar röng Í fyrri blaðagrein minni benti ég á að uppgjörsaðferð Lýsingar væri í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í grein upplýsingafulltrúans er þetta dregið í efa og vísað til tilgreindra dóma Hæstaréttar því til stuðnings. Hér er Þór á villigötum og rangtúlkar dóma Hæstaréttar, sem eru skýrir um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Þannig kemur skýrt fram í dómi Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (Borgarbyggð) hvaða aðferð skuli leggja til grundvallar. Síðari dómar réttarins t.d. í málum nr. 430/2013 og 544/2013 staðfesta þann skilning. Það er ljóst að ef útreikningsaðferð Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar, líkt og upplýsingafulltrúinn heldur fram, fæli það í sér að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi, með öllum þeim fjölda sérfræðinga sem þar starfa, hefðu lesið dóma Hæstaréttar skakkt og reiknað tugþúsundir lána út frá rangri aðferðafræði. Hið sama ætti þá við um umboðsmann skuldara, sem falið hefur verið eftirlitshlutverk með endurútreikningum. Þetta er fjarstæðukennt og stenst ekki nánari skoðun. Þrátt fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar þráast Lýsing við og beitir aðferð sem leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Viðsemjendur Lýsingar eru því í annarri og verri stöðu en viðsemjendur annarra fjármálafyrirtækja, enda liggur fyrir að hin síðarnefndu fallast á að beita þeirri aðferð sem leiðir af Borgarbyggðarmálinu. Afstaða Lýsingar hefur þannig í för með sér að viðsemjendur Lýsingar eru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.Frumvarp um lengingu fyrningarfrests Ég hef kosið að taka afstöðu með viðsemjendum Lýsingar í baráttu sinni fyrir því að eignaleigufyrirtækið fari að lögum. Ég get því fullvissað upplýsingafulltrúann um að ég mun eftir sem áður fylgjast með „óvenjulega“ miklum áhuga með vinnuveitanda hans. Dæmin sanna að ekki er vanþörf á. Til þess að réttindi lántaka glatist ekki er nauðsynlegt að frumvarpið um lengingu fyrningarfrestsins verði samþykkt sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Ég ítreka því fyrri áskorun mína til alþingismanna enda er að öðrum kosti stórslys í uppsiglingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablaðið þann 15. apríl sl. þar sem hann fjallar um blaðagrein sem ég ritaði í sama blað þann 4. sama mánaðar. Í grein minni var þeirri áskorun beint til alþingismanna að samþykkja sem lög frá Alþingi frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu og felur í sér að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar, sem að óbreyttu rennur út 16. júní nk., framlengist til 16. júní 2018.„Fyrirmyndarfyrirtækið“ Lýsing Sú mynd sem fulltrúi upplýsingamála Lýsingar dregur upp í grein sinni af fyrirtækinu sem hann þiggur laun hjá er fjarri öllum sanni. Af lýsingu hans að dæma mætti ætla að vinnuveitandi hans væri fyrirmyndarfyrirtæki sem ávallt hefði komið fram við viðskiptavini sína af sanngirni og sáttfýsi. Hið rétta er hins vegar, eins og viðsemjendur félagsins og raunar allir þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu síðustu ára vita, að Lýsing bauð þúsundum viðskiptavina sinna upp á samninga sem ekki stóðust lög þegar á reyndi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 153/2010. Þrátt fyrir þetta hefur Lýsing beitt mikilli hörku í innheimtuaðgerðum gegn viðsemjendum sínum á þessum sömu lánum. Fyrirsögn greinar upplýsingafulltrúans „Lýsing byggir á lögum“ eru því ein mestu öfugmæli sem birst hafa á prenti hér á landi á síðustu árum.Óvenjulega mikill áhugi á Lýsingu Í grein upplýsingafulltrúans fullyrðir hann að ég hafi „um árabil haft óvenjulega mikinn áhuga á Lýsingu“. Ekki veit ég hvaða viðmið Þór leggur til grundvallar þegar hann segir að áhuginn sé óvenjulegur en ég get upplýst hann um að „áhugi“ minn á Lýsingu er alfarið þannig tilkominn að til mín hafa leitað, á síðustu árum, mörg hundruð viðsemjenda félagsins sem telja sig hafa verið órétti beitta í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Þetta er í samræmi við það sem fram kemur í nýlegu minnisblaði umboðsmanns skuldara til ráðherra þar sem fram kemur að lántakar hafi í mörgum tilvikum verið fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna og hafi þurft að leita sér aðstoðar í baráttunni við þau. Umboðsmaður telur ástæðu til að nefna Lýsingu sérstaklega í þessu sambandi og segir orðrétt að „Lýsing [hafi] komið fram við lántakendur í þessum málum með þeim hætti að ekki verður við unað“.Útreikningsaðferð Lýsingar röng Í fyrri blaðagrein minni benti ég á að uppgjörsaðferð Lýsingar væri í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í grein upplýsingafulltrúans er þetta dregið í efa og vísað til tilgreindra dóma Hæstaréttar því til stuðnings. Hér er Þór á villigötum og rangtúlkar dóma Hæstaréttar, sem eru skýrir um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Þannig kemur skýrt fram í dómi Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (Borgarbyggð) hvaða aðferð skuli leggja til grundvallar. Síðari dómar réttarins t.d. í málum nr. 430/2013 og 544/2013 staðfesta þann skilning. Það er ljóst að ef útreikningsaðferð Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar, líkt og upplýsingafulltrúinn heldur fram, fæli það í sér að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi, með öllum þeim fjölda sérfræðinga sem þar starfa, hefðu lesið dóma Hæstaréttar skakkt og reiknað tugþúsundir lána út frá rangri aðferðafræði. Hið sama ætti þá við um umboðsmann skuldara, sem falið hefur verið eftirlitshlutverk með endurútreikningum. Þetta er fjarstæðukennt og stenst ekki nánari skoðun. Þrátt fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar þráast Lýsing við og beitir aðferð sem leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Viðsemjendur Lýsingar eru því í annarri og verri stöðu en viðsemjendur annarra fjármálafyrirtækja, enda liggur fyrir að hin síðarnefndu fallast á að beita þeirri aðferð sem leiðir af Borgarbyggðarmálinu. Afstaða Lýsingar hefur þannig í för með sér að viðsemjendur Lýsingar eru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.Frumvarp um lengingu fyrningarfrests Ég hef kosið að taka afstöðu með viðsemjendum Lýsingar í baráttu sinni fyrir því að eignaleigufyrirtækið fari að lögum. Ég get því fullvissað upplýsingafulltrúann um að ég mun eftir sem áður fylgjast með „óvenjulega“ miklum áhuga með vinnuveitanda hans. Dæmin sanna að ekki er vanþörf á. Til þess að réttindi lántaka glatist ekki er nauðsynlegt að frumvarpið um lengingu fyrningarfrestsins verði samþykkt sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Ég ítreka því fyrri áskorun mína til alþingismanna enda er að öðrum kosti stórslys í uppsiglingu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun