Hækkun frístundakortsins Eva H. Baldursdóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun