Tækifæri í umhverfismálum Elín Hirst skrifar 5. maí 2014 09:16 Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun