Reykjavíkurflugvöllur, er sáttin að færa hann? Bjarni Gunnarsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar