86 km af stikuðum gönguleiðum Haraldur Sverrisson skrifar 9. maí 2014 07:00 Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Tengslin við náttúruna eru sterk í þessu fallega bæjarstæði og er bæjarfélagið vinsælt til búsetu fyrir áhugafólk um útivist og íþróttir. Í Mosfellsbæ hefur á undanförnum árum verið unnið að ansi merkilegu verkefni, þ.e. að stika gönguleiðir um fjöll, dali og vegleysur í bæjarfélaginu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Skátafélagið Mosverja. Mosverjar hafa nú í nokkur ár staðið fyrir 7 tinda hlaupinu en það er 37 km hlaup eftir þessum stikuðu leiðum en einnig er boðið upp á styttri vegalengdir. 7 tinda hlaupið verður haldið 30. ágúst næstkomandi. Markmiðið með lagningu stikaðra gönguleiða er að auðvelda almenningi aðgang að ósnortinni náttúru útivistarsvæðis Mosfellsbæjar. Þar eru margar náttúruperlur og sögulegar minjar sem sagt er frá á sérstökum fræðsluskiltum sem sett hafa verið upp í tengslum við verkefnið.Fjölbreyttir möguleikar Verkefnið um stikaðar gönguleiðir var sett að stað árið 2009. Nú hafa verið stikaðar leiðir sem eru samtals um 86 km að lengd. Við upphaf hverrar gönguleiðar er sagt frá leiðinni bæði hvað varðar landhagi og lengd og á hverri leið eru vegprestar sem sýna vegalengdir og krossgötur. Að ganga á fellin umhverfis Mosfellsbæ er holl og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Nauðsynlegt er að velja gönguleiðir sem henta aldri og getu hvers og eins og eftir góða göngu er tilvalið að skella sér í Lágafellslaug, eina af vinsælustu sundlaugum landsins. Gert hefur verið greinargott kort af gönguleiðum sem nálgast má á vef bæjarins www.mos.is. Þetta er jákvætt og hvetjandi verkefni sem styður allt sem Mosfellsbær vill standa fyrir. Við Mosfellingar bjóðum allt göngu- og útivistarfólk velkomið að njóta fallegrar náttúru Mosfellsbæjar og nýta sér stikuðu gönguleiðirnar í vor og sumar. Verið velkomin í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Tengslin við náttúruna eru sterk í þessu fallega bæjarstæði og er bæjarfélagið vinsælt til búsetu fyrir áhugafólk um útivist og íþróttir. Í Mosfellsbæ hefur á undanförnum árum verið unnið að ansi merkilegu verkefni, þ.e. að stika gönguleiðir um fjöll, dali og vegleysur í bæjarfélaginu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Skátafélagið Mosverja. Mosverjar hafa nú í nokkur ár staðið fyrir 7 tinda hlaupinu en það er 37 km hlaup eftir þessum stikuðu leiðum en einnig er boðið upp á styttri vegalengdir. 7 tinda hlaupið verður haldið 30. ágúst næstkomandi. Markmiðið með lagningu stikaðra gönguleiða er að auðvelda almenningi aðgang að ósnortinni náttúru útivistarsvæðis Mosfellsbæjar. Þar eru margar náttúruperlur og sögulegar minjar sem sagt er frá á sérstökum fræðsluskiltum sem sett hafa verið upp í tengslum við verkefnið.Fjölbreyttir möguleikar Verkefnið um stikaðar gönguleiðir var sett að stað árið 2009. Nú hafa verið stikaðar leiðir sem eru samtals um 86 km að lengd. Við upphaf hverrar gönguleiðar er sagt frá leiðinni bæði hvað varðar landhagi og lengd og á hverri leið eru vegprestar sem sýna vegalengdir og krossgötur. Að ganga á fellin umhverfis Mosfellsbæ er holl og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Nauðsynlegt er að velja gönguleiðir sem henta aldri og getu hvers og eins og eftir góða göngu er tilvalið að skella sér í Lágafellslaug, eina af vinsælustu sundlaugum landsins. Gert hefur verið greinargott kort af gönguleiðum sem nálgast má á vef bæjarins www.mos.is. Þetta er jákvætt og hvetjandi verkefni sem styður allt sem Mosfellsbær vill standa fyrir. Við Mosfellingar bjóðum allt göngu- og útivistarfólk velkomið að njóta fallegrar náttúru Mosfellsbæjar og nýta sér stikuðu gönguleiðirnar í vor og sumar. Verið velkomin í Mosfellsbæ.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun