Sjálfsprottna menningu. Ekki hótelæði Ragnar Auðun Árnason skrifar 19. maí 2014 07:00 Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun