Þurfa öll börn að byrja í skóla á haustin? Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri.
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar