Á að afturkalla lóðir trúfélaga? Hjalti Hugason skrifar 27. maí 2014 07:00 Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“. Hið „jákvæða“ við þessa dapurlegu yfirlýsingu er vissulega að Sveinbjörg vill ekki mismuna múslimum einum heldur einnig trúfélögum sem hún virðist telja of framandi á einn eða annan hátt. Hitt er ekki ljóst, hvar mismununin á að hefjast og hvar hún eigi að enda. Hugsanlega ber að skilja „röksemdina“ sem Sveinbjörg færir fyrir afstöðu sinni svo að einungis eigi að úthluta lútherskum söfnuðum lóðum fyrir kirkjur eða ígildi þeirra. Sé svo verður að afturkalla fjölda lóða. Þá hljóta ýmsar byggingar sem þegar hafa risið að valda vanda ef Sveinbjörg tæki nú við stjórn borgarinnar eftir kosningar. Sjálf telur Sveinbjörg afstöðu sína ráðast af eigin reynslu og mikilli yfirsýn. Ekki skulu bornar brigður á það. Þó má vera að fleiri skýringar komi til greina eins og þjóðhverf stefna Framsóknarflokksins eða tilraunir til að ná með auðveldu móti atkvæðum þeirra mörgu sem lýst hafa sig andvíga mosku. Hjá Framsókn má finna eldri dæmi um einfaldan „popúlisma“.Hæpin röksemd Sem guðfræðingur, áhugamaður um trúmálarétt í landinu og ekki síst vígður prestur í þjóðkirkjunni vil ég þó aðeins vara við og harma þá einu beinu röksemd sem Sveinbjörg færir fyrir útilokandi afstöðu sinni í trúarefnum sem felst í þjóðkirkjuskipaninni. En yfirlýsingin sem höfð hefur verið eftir Sveinbjörgu hljómar svo: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna.“ (leturbr. HH).Hættulegt þjóðkirkjuskipaninni Í þjóðkirkjuskipan felst eðli máls samkvæmt ýmiss konar mismunun sem hingað til hefur talist málefnaleg. Því hefur þjóðkirkjuskipan sem slík ekki verið talin brjóta í bága við mannréttindi. Gæta þarf þess samt að mismununin sé sem minnst og skerði ekki lögvarinn rétt og frelsi annarra á trúmálasviðinu en það hlýtur stefna Sveinbjargar að gera hvort sem hún nú beinist aðeins gegn múslimum og orþódoxum eða öllum trúfélögum sem ekki eru lúthersk. Fyrir mitt leyti vara ég alvarlega við að þjóðkirkjuskipanin sé notuð sem rök gegn því að trúfélögum nýbúa í landinu sé meinað að njóta þess réttar sem þeim er veittur með stjórnarskrá lýðveldisins. Slík afstaða kemur fyrr eða síðar til með að binda enda á þjóðkirkjuskipanina sem mörgum er enn kær eins og dæmin sanna. Það virðist þó ekki endilega felast í afstöðu Sveinbjargar. Hún þyrfti þó e.t.v. að gera fyllri grein fyrir afstöðu sinni í því efni og helst fyrir kosningar. Eftir kosningarnar kynni það síður að verða áhugavert! Þá hlýtur þjóðkirkjan að harma að hún skuli með þessum hætti vera dregin inn í pólitíska refskák í aðdraganda kosninga. — Eða hvað?
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun