Aukin tækifæri á þriðja æviskeiði Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar