Spennandi borgarstjórnarkosningar framundan Björgvin Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 00:00 Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun