Traust fjármálastjórn í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. maí 2014 00:00 Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008. Eiginfjárhlutfall borgarinnar hefur aukist úr 26% árið 2009 í 40% árið 2013 eða um 50%. Þetta skiptir máli, því traustari sem eiginfjárstaðan er, því betri lánskjör fær borgin. Mestu skiptir að skuldastaða Reykjavíkurborgar hefur batnað töluvert undanfarin ár. Árið 2009 skuldaði Reykjavíkurborg (bæði A- og B-hluti) um 358 milljarða en við síðustu áramót skuldaði samstæðan 286 milljarða. Þetta er jákvæð þróun uppá 72 milljarða en þó er skuldarhlutfall borgarinnar enn of hátt eða um 221% af tekjum samstæðunnar. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal undanskilja reikningsskil veitu- og orkufyrirtækja frá reikningsskilum sveitarfélagsins. Þegar tekið hefur verið tillit til þess er skuldarhlutfall borgarinnar 106% og vel fyrir innan viðmiðunarmörk um skuldarhlutfall sveitarfélaga sem er um 150%. Til viðbótar þessu hefur markvisst verið reynt að draga úr erlendum skuldum borgarinnar, en hlutfall þeirra af heildarlangtímaskuldum lækkaði úr 69% í 63% milli ára. Þetta sýnir trausta fjármálastjórn, því ef vextir af erlendum lánum hækka um 1%, þýðir það útgjaldaaukningu uppá 2,5 milljarða króna. Til viðbótar þessu má geta þess að núverandi meirihluti hefur ekki látið OR greiða borginni arð en fyrri meirihluti lét OR borga arð fyrir árin 2009 og 2010, 800 milljónir í hvort sinn, en bæði árin var OR rekið með stórtapi! Það er ekki dæmi um ábyrga fjármálastjórn. Að lokum vil ég nefna eina kennitölu úr rekstri borgarinnar sem gleður mig en það er uppgreiðslutími skulda í árum. Árið 2009 var uppgreiðslutíminn 18 ár, en árið 2013 var þessi uppgreiðslutími kominn niður í 10 ár. Núverandi meirihluti hefur staðið vaktina vel hvað fjármál borgarinnar snertir, hann hefur tekið fjármálin föstum tökum og tekið ákvarðanir sem miða að því að treysta fjármálalega stöðu borgarinnar, sbr. aðgerðina „PLANIГ sem var hrint í framkvæmd vegna fjárhagsvandræða OR í upphafi kjörtímabilsins. Það er gleðilegt að eftir erfið ár eru horfur í fjármálum borgarinnar mjög jákvæðar, fyrir borgina, fyrirtæki hennar og ekki síst íbúa hennar og framtíð þeirra!
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar