Takk! Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2014 08:30 Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar