Frjálslyndi, val og ábyrgð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun