Lifir þú við útgöngubann? Árni Þór Þorgeirsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar