Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Ef skoðanakannanir gefa rétta vísbendingu á Dögun í Reykjavík á brattann að sækja í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ljóst er þó að talsverður fjöldi íhugar að styðja okkur og á framboðsfundum þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynna málstað okkar hefur fulltrúum Dögunar almennt verið mjög vel tekið. Það á til dæmis við um íbúafund í Úlfarsfelli þar sem skipulagsmál brenna á íbúum. Undirritaður kom þar á framfæri þeirri stefnu Dögunar að íbúarnir eigi rétt á því að byggðin verði fullfrágengin á borð við önnur hverfi Reykjavíkur. Útlistaði ég áherslur okkar í þessu efni. Þótt íbúafundurinn í Úlfarsfelli hafi verið vel sóttur jafnast fjöldinn ekki á við allt það fólk sem fær Fréttablaðið inn um lúguna á morgni hverjum. Sl. fimmtudag kynnti blaðið afstöðu oddvita framboðanna í Reykjavík til skipulagsmála í Úlfarsfelli – allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar í Reykjavík. Afstaða fjölmiðla getur skipt sköpum fyrir framboð til kosninga. Ég get mér þess til, að Fréttablaðið réttlæti afstöðu sína með vísan til þess að Dögun í Reykjavík mælist enn lágt í skoðanakönnunum. Þar er þó um hálfsannleik að ræða því fréttamenn blaðsins hafa nánast aldrei gefið lesendum kost á að kynnast framboðinu og stefnumálum þess á síðum Fréttablaðsins! Að því er virðist hafa fulltrúar framboðsins verið kerfisbundið sniðgengnir í þessum ágæta fjölmiðli. Enn eru nokkrir dagar til kosninga og sagan kennir að fylgi getur hæglega flust til á skömmum tíma. Mér finnst mikilvægt að áherslur og baráttumál allra framboða fái sanngjarna og góða umfjöllun í útbreiddustu fjölmiðlum landsins – hvort sem um er að ræða afstöðu til leikskólamála, lýðræðismála, húsnæðismála, innflytjenda, flugvallarins, gjaldskrármála eða annars sem á kjósendum brennur. Kjósendur eiga rétt á því. Ef Dögun í Reykjavík er látin njóta sannmælis í fjölmiðlum, þá leyfi ég mér að fullyrða að allt getur gerst. Því segi ég: Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ef skoðanakannanir gefa rétta vísbendingu á Dögun í Reykjavík á brattann að sækja í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ljóst er þó að talsverður fjöldi íhugar að styðja okkur og á framboðsfundum þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynna málstað okkar hefur fulltrúum Dögunar almennt verið mjög vel tekið. Það á til dæmis við um íbúafund í Úlfarsfelli þar sem skipulagsmál brenna á íbúum. Undirritaður kom þar á framfæri þeirri stefnu Dögunar að íbúarnir eigi rétt á því að byggðin verði fullfrágengin á borð við önnur hverfi Reykjavíkur. Útlistaði ég áherslur okkar í þessu efni. Þótt íbúafundurinn í Úlfarsfelli hafi verið vel sóttur jafnast fjöldinn ekki á við allt það fólk sem fær Fréttablaðið inn um lúguna á morgni hverjum. Sl. fimmtudag kynnti blaðið afstöðu oddvita framboðanna í Reykjavík til skipulagsmála í Úlfarsfelli – allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar í Reykjavík. Afstaða fjölmiðla getur skipt sköpum fyrir framboð til kosninga. Ég get mér þess til, að Fréttablaðið réttlæti afstöðu sína með vísan til þess að Dögun í Reykjavík mælist enn lágt í skoðanakönnunum. Þar er þó um hálfsannleik að ræða því fréttamenn blaðsins hafa nánast aldrei gefið lesendum kost á að kynnast framboðinu og stefnumálum þess á síðum Fréttablaðsins! Að því er virðist hafa fulltrúar framboðsins verið kerfisbundið sniðgengnir í þessum ágæta fjölmiðli. Enn eru nokkrir dagar til kosninga og sagan kennir að fylgi getur hæglega flust til á skömmum tíma. Mér finnst mikilvægt að áherslur og baráttumál allra framboða fái sanngjarna og góða umfjöllun í útbreiddustu fjölmiðlum landsins – hvort sem um er að ræða afstöðu til leikskólamála, lýðræðismála, húsnæðismála, innflytjenda, flugvallarins, gjaldskrármála eða annars sem á kjósendum brennur. Kjósendur eiga rétt á því. Ef Dögun í Reykjavík er látin njóta sannmælis í fjölmiðlum, þá leyfi ég mér að fullyrða að allt getur gerst. Því segi ég: Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun