Flugið Sigurður Hreinsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu byggðarmálum okkar Vestfirðinga eru samgöngumál. En mér finnst stundum að á sama tíma og við erum upptekin af úrbótum í vegamálum, þá sé nánast ekkert hugsað um flugmál. Á engum flugvelli á Íslandi eru jafn miklar líkur á að flug frestist eða falli niður, eins og staðreyndin er með Ísafjarðarflugvöll. 100 til 150 flug árlega eru tölur sem sjást iðulega og ekkert bendir til þess að þessar tölur fari neitt lækkandi. Ef við setjum þessar tölur í samhengi, þá eru við að tala um 50-80 daga árlega, miðað við núverandi flugtíðni áætlanaflugs. Síðustu árin áður en Vestfjarðagöngin voru tekin í notkun, var að meðaltali ófært í um 53 daga um Breiðadals- og Botnsheiðar, árlega. Það er fyrir löngu orðið tímabært að krefjast alvöruúrbóta í flugmálum á Vestfjörðum. Við verðum að fá alvöruflugvöll, sem stenst kröfur um blindflug, hindrunarlítið aðflug, er brúkhæfur í öllum vindáttum og mætir kröfum um millilandaflug. Án frekari tafa verður að hefja vinnu við staðarval á nýjum flugvelli með nauðsynlegum rannsóknum. Við erum ekki að biðja um neitt meira en t.d. Akureyri og Egilsstaðir eru með, bara að fá að standa jafnfætis þeim. Þessi krafa er að mínu mati eitt af stærstu byggðar- og atvinnumálum Vestfjarða. Í austanverðum Eyjafirði, á móts við Akureyri, standa nú yfir framkvæmdir við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Göngunum er ætlað að koma í staðinn fyrir 325 metra háan fjallveg sem er samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar ófær að meðaltali tvo daga á ári og styttir leiðina um 15 km. Framkvæmdin er sögð í einkaframkvæmd en ábyrgðaraðili er íslenska ríkið, heildarkostnaður er talinn verða 11,5 milljarðar. Er til of mikils mælst að fara fram á að landsfeðurnir sýni börnum sínum sanngirni. Ég þori.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar