Ungt fólk og tómstundir í Mosó Sigrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun