Gestrisin borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun