Fólk virðir staðfestu Sveinbjargar Ingibjörg Kolbeins Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Fyrir nokkrum vikum þekktu fáir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Í dag þekkja hins vegar flestir Sveinbjörgu, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. Hún vill leyfa borgarbúum að greiða atkvæði um hvort úthluta skuli lóð undir mosku í Sogamýri. Að eigin sögn er hún með sólópróf í flugi sem mun án efa nýtast henni vel núna þegar hún kemur inn til lendingar í Reykjavík næstkomandi laugardag. Sveinbjörg mun hljóta atkvæði þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þá mun hún án efa hljóta atkvæði þeirra sem vilja meira íbúalýðræði, þeirra sem hafa fram til þessa verið óákveðnir og þeirra sem aðhyllast kristna trú. Fólk virðir staðfestu Sveinbjargar því það vill stjórnmálamenn sem hafa bein í nefinu. Af þeim sökum fer sá hópur stækkandi sem vill framgang Sveinbjargar sem mestan. Sveinbjörg sýnir sjálfstæði í sínum eigin flokki auk þess sem hún þorir að taka á hinum stjórnmálalega rétttrúnaði. Í dag eru slíkir eiginleikar sjaldgæfir á meðal stjórnmálamanna og eftir þeim er tekið. Líklegt er að óákveðið fylgi muni flykkjast um hana enda hefur fram til þessa verið ládeyða yfir kosningabaráttunni. Það sem Sveinbjörgu hefur nú tekist, er að laða til sín kjósendur úr öllum áttum og ljóst að margir þeirra hafa ekki áður greitt flokknum atkvæði sitt. Á vissan hátt má gera því skóna að þessir kjósendur líti svo á að þeir séu að greiða atkvæði um landsmál í sveitarstjórnarkosningum. Á það hefur verið bent að keimlík undiralda hafi skollið á Sviss þar sem almenningur krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að þarlendir stjórnmálamenn höfðu ítrekað komið í veg fyrir atkvæðagreiðslur á sveitarstjórnarstigi. Fylgi Framsóknar og flugvallarvina vex nú ört og ljóst að Sveinbjörg var rétti oddvitinn fyrir flokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum þekktu fáir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur. Í dag þekkja hins vegar flestir Sveinbjörgu, oddvita Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík. Hún vill leyfa borgarbúum að greiða atkvæði um hvort úthluta skuli lóð undir mosku í Sogamýri. Að eigin sögn er hún með sólópróf í flugi sem mun án efa nýtast henni vel núna þegar hún kemur inn til lendingar í Reykjavík næstkomandi laugardag. Sveinbjörg mun hljóta atkvæði þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Þá mun hún án efa hljóta atkvæði þeirra sem vilja meira íbúalýðræði, þeirra sem hafa fram til þessa verið óákveðnir og þeirra sem aðhyllast kristna trú. Fólk virðir staðfestu Sveinbjargar því það vill stjórnmálamenn sem hafa bein í nefinu. Af þeim sökum fer sá hópur stækkandi sem vill framgang Sveinbjargar sem mestan. Sveinbjörg sýnir sjálfstæði í sínum eigin flokki auk þess sem hún þorir að taka á hinum stjórnmálalega rétttrúnaði. Í dag eru slíkir eiginleikar sjaldgæfir á meðal stjórnmálamanna og eftir þeim er tekið. Líklegt er að óákveðið fylgi muni flykkjast um hana enda hefur fram til þessa verið ládeyða yfir kosningabaráttunni. Það sem Sveinbjörgu hefur nú tekist, er að laða til sín kjósendur úr öllum áttum og ljóst að margir þeirra hafa ekki áður greitt flokknum atkvæði sitt. Á vissan hátt má gera því skóna að þessir kjósendur líti svo á að þeir séu að greiða atkvæði um landsmál í sveitarstjórnarkosningum. Á það hefur verið bent að keimlík undiralda hafi skollið á Sviss þar sem almenningur krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að þarlendir stjórnmálamenn höfðu ítrekað komið í veg fyrir atkvæðagreiðslur á sveitarstjórnarstigi. Fylgi Framsóknar og flugvallarvina vex nú ört og ljóst að Sveinbjörg var rétti oddvitinn fyrir flokkinn í Reykjavík.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar