Griðastaðurinn Reykjavík S. Björn Blöndal skrifar 31. maí 2014 07:00 Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ástkæri Reykvíkingur Í dag getur þú haft áhrif á það hvernig næstu fjögur ár verða í borginni okkar. Reykjavík er í mikilli mótun. Gríðarlegar breytingar hafa orðið hér á allra síðustu árum. Við eigum að taka þeim fagnandi og með opnum hug. Fyrir fjórum árum tóku Reykvíkingar þá frábæru ákvörðun að gera breytingar á stjórn borgarinnar. Reykvíkingar vildu breyta ríkjandi viðhorfi til stjórnmálanna og Besti flokkurinn vann sögulegan sigur og af því að hugarfarið var nýtt breyttist mjög margt. Við erum stolt af því sem hefur verið gert á þessu kjörtímabili. Við erum líka stolt af því sem við höfum gert í aðdraganda þessara kosninga. Besti flokkurinn hefur runnið inn í Bjarta framtíð. Björt framtíð er farartækið okkar næstu árin. Með því að kjósa Bjarta framtíð ert þú að taka skýra afstöðu. Þú ert að segja að mannréttindi skipti máli. Þú ert að segja að heiðarleiki skipti máli. Þú ert að velja afl sem er ótengt hagsmunaaðilum. Þú ert að velja ábyrgð. Þú ert líka að segja að það megi ríkja gleði í stjórnmálum og stjórn borgar og sveitarfélaga. Í Bjartri framtíð er allskonar fólk. Við hjálpumst að, stöndum saman og vegum og metum alltaf hvert mál út frá hagsmunum borgarbúa. Þannig vinnur fólk saman, eins og fjölskylda gerir þegar taka þarf ákvarðanir sem hafa áhrif á alla. Þá kemur hún saman og reynir að leysa málin. Þó að í fjölskyldum sé allskonar fólk passar það upp á hvert annað. Heimilið er griðastaður og þar á öllum að líða vel. Þannig Reykjavík viljum við. Griðastað. Reykjavík á að vera friðarborg. Það er verðugt og raunhæft markmið. Í friði felast nefnilega óteljandi tækifæri. Það er svo auðvelt að standa í stríði og illdeilum. En það er erfitt hlutverk að standa í friði og standa fyrir friði. Stjórnmál framtíðarinnar munu ekki snúast um átök og ágreining um smáatriði. Þau munu snúast um að búa til umhverfi þar sem ríkir friður. Þannig verður framþróun. Við viljum öll geta sest niður að kvöldi dags og sagt: dagurinn var góður. Framtíðin er björt ef við kjósum það. X-Æ
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar