Kennarar, ykkur duga sjúskuð húsgögn, lélegur tækjakostur og vont kaffi Lára Óskarsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun