Að virða vilja borgarbúa Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar