Fortíðarþrá eða framtíðarsýn Már Ingólfur Másson skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég fermdist árið 1996. Fermingardagurinn sjálfur er ekkert voðalega eftirminnilegur en gjafirnar eru það, sérstaklega utanlandsferðin til Köben að heimsækja stóra bróður. Ég man vel eftir því að sitja í Leifsstöð með Walkman-vasadiskó að hlusta á Skunk Anansie-kassettu, að sjálfsögðu kveikti ég á Dynamic Bass Boost til að fá meiri kraft í þetta. Þarna var ég að klára 8. bekk. Ofurtöffari með vasadiskó. 18 árum seinna sérðu aðeins vasadiskó á söfnum og stöku nytjamarkaði. Tækin hafa breyst, tölvur höfðu um það bil 8 mb vinnsluminni og geymslusvæði borðtölvunnar með túbuskjánum var um 1 gígabæt. Þráðlaust net var varla til nema í vísindaskáldsögum og farsímar nýlunda. 18 ár eru ekki langur tími en á þessum tíma hefur ansi margt breyst í samfélaginu okkar. Núna getum við keypt síma sem eru öflugri en fermingartölvurnar 1996. Við getum verið alls staðar í sambandi við alla, við höfum aðgang að upplýsingum sem fyrir 18 árum voru bara fyrir innvígða. Samfélagið er að mestu nettengt og stór hluti af samskiptum okkar fer fram í gegnum netið með einum eða öðrum hætti.Aftarlega á merinni Því skýtur það skökku við að Árborg sé svona aftarlega á merinni þegar kemur að nútímavæðingu skólanna. Ekki er við skólana sjálfa að sakast, veit ég af eigin raun að þeir eru tilbúnir í „stökkið“ yfir í nútímann. Ekki liggur boltinn hjá Fræðslusviði heldur. Ég leyfi mér að fullyrða að allir þeir sem koma að fræðslumálum í sveitarfélaginu eru tilbúnir, nú þurfa kjörnir fulltrúar að fylgja með! Vissulega er kostnaður fólginn í því að netvæða skólana en það er kostnaður sem margborgar sig. Við erum í dag að undirbúa stóran hluta grunnskólanema undir störf sem eru ekki til. Þráðlaust og opið net er ekki lúxusvara í skólum, það er jafnmikil nauðsyn og bækur og pennaveski. Nú stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu. Ætlum við að taka skrefið inn í nútímann, setja aukinn kraft í að netvæða ALLA skóla í Árborg, bæði leik- og grunnskóla, og gera það hratt og vel eða eigum við að grafa upp Sony Walkman með Dynamic Bass Boost og leyfa framtíðinni að þjóta fram hjá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég fermdist árið 1996. Fermingardagurinn sjálfur er ekkert voðalega eftirminnilegur en gjafirnar eru það, sérstaklega utanlandsferðin til Köben að heimsækja stóra bróður. Ég man vel eftir því að sitja í Leifsstöð með Walkman-vasadiskó að hlusta á Skunk Anansie-kassettu, að sjálfsögðu kveikti ég á Dynamic Bass Boost til að fá meiri kraft í þetta. Þarna var ég að klára 8. bekk. Ofurtöffari með vasadiskó. 18 árum seinna sérðu aðeins vasadiskó á söfnum og stöku nytjamarkaði. Tækin hafa breyst, tölvur höfðu um það bil 8 mb vinnsluminni og geymslusvæði borðtölvunnar með túbuskjánum var um 1 gígabæt. Þráðlaust net var varla til nema í vísindaskáldsögum og farsímar nýlunda. 18 ár eru ekki langur tími en á þessum tíma hefur ansi margt breyst í samfélaginu okkar. Núna getum við keypt síma sem eru öflugri en fermingartölvurnar 1996. Við getum verið alls staðar í sambandi við alla, við höfum aðgang að upplýsingum sem fyrir 18 árum voru bara fyrir innvígða. Samfélagið er að mestu nettengt og stór hluti af samskiptum okkar fer fram í gegnum netið með einum eða öðrum hætti.Aftarlega á merinni Því skýtur það skökku við að Árborg sé svona aftarlega á merinni þegar kemur að nútímavæðingu skólanna. Ekki er við skólana sjálfa að sakast, veit ég af eigin raun að þeir eru tilbúnir í „stökkið“ yfir í nútímann. Ekki liggur boltinn hjá Fræðslusviði heldur. Ég leyfi mér að fullyrða að allir þeir sem koma að fræðslumálum í sveitarfélaginu eru tilbúnir, nú þurfa kjörnir fulltrúar að fylgja með! Vissulega er kostnaður fólginn í því að netvæða skólana en það er kostnaður sem margborgar sig. Við erum í dag að undirbúa stóran hluta grunnskólanema undir störf sem eru ekki til. Þráðlaust og opið net er ekki lúxusvara í skólum, það er jafnmikil nauðsyn og bækur og pennaveski. Nú stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu. Ætlum við að taka skrefið inn í nútímann, setja aukinn kraft í að netvæða ALLA skóla í Árborg, bæði leik- og grunnskóla, og gera það hratt og vel eða eigum við að grafa upp Sony Walkman með Dynamic Bass Boost og leyfa framtíðinni að þjóta fram hjá?
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun