Greindist aftur með æxli í bakinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 07:00 Kári hefur þurft að bíða í óvissu núna í nokkurn tíma og þarf að bíða í viku í viðbót eftir staðfestingu á því hvers kyns æxlið sé. Fréttablaðið/Vilhelm Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson tók ekki þátt í leikjum Íslands gegn Portúgal á dögunum og það var skýring á fjarveru hans. Stórt æxli hefur aftur greinst í baki línumannsins sterka. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir mig sem og mína nánustu auðvitað,“ segir Kári Kristján en hann fór í aðgerð í febrúar á síðasta ári þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. „Ég komst að þessu í maí þegar ég var í eftirfylgni. Ég fór svo í stóra sýnatöku fyrir tveimur vikum og á svo fund úti í Danmörku eftir viku og þá kemst ég að því hver staðan er. Hvort æxlið sé góð- eða illkynja. Í kjölfarið verður æxlið fjarlægt og það verður gert í þessum mánuði. Ég mun fara í þá aðgerð í Danmörku.“Æxlið á sama stað Síðast var æxlið í baki Kára góðkynja en það er engin ávísun á að svo verði núna. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og síðast í bakinu á mér. Auðvitað krossa ég fingur að þetta sé góðkynja rétt eins og síðast. Það stuðar þá samt svolítið hvað æxlið er orðið stórt á stuttum tíma,“ segir Kári en það var eðlilega erfitt fyrir hann að fá þessa niðurstöðu. „Þetta er helvítis skellur. Þegar ég labbaði inn í skoðunina þá leið mér ekkert verr eða betur en síðustu mánuði. Ég fann enga breytingu á mér og átti því ekki von á þessari niðurstöðu. Þegar maður fer í svona aðgerð eins og ég fór í síðast þá getur maður fundið ertingu og óþægindi í allt að tvö ár á eftir. Tilfinningin var hvorki verri né betri hjá mér síðustu mánuði. Hún var alltaf eins. Þess vegna fannst mér það vera alveg ótrúlegt að það væri aftur komið stórt æxli í bakið á mér. Þetta gerist óþægilega hratt.“ Kári segir að æxlið liggi ekki ofan á neinum líffærum og það gerir læknum auðveldara fyrir að fjarlægja það. „Það er góðs viti að þetta komi upp á sama stað og það er góðs viti eins langt og það nær. Næsta skref er að tækla þetta af krafti og reyna að komast eins vel í gegnum þetta og mögulegt er. Annað mætir afgangi á meðan.“Óhugnanlegt hve vöxturinn er ör Óvissan er eðlilega mjög erfið fyrir Kára og á svona stundum læðast að honum margar hugsanir. „Það sem gerir þetta óhugnanlegt er hvað þetta kemur hratt aftur og að æxlið skuli vaxa á þessum hraða. Maður fer að pæla í því hvort þetta sé einhver árlegur viðburður. Hvort maður verði bara undir hnífnum á hverju ári þangað til maður er dauður. Eðlilega hugsar maður svona,“ segir línutröllið sem ætlar þó að tækla þessi veikindi af miklum krafti. „Ég reyni að vera jákvæður og vonandi verð ég laus eftir þessa aðgerð. Það er allt til í þessu þó svo það sé hörmulegt að bíða lengi eftir niðurstöðu. Það hjálpar aðeins að vera með reynslu. Síðast þá svaf ég ekkert. Ég er ögn rólegri núna en það er samt alltaf ótti í manni.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira