Haltu kjafti, eldaðu og vertu mjórri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Tölvuleikir fyrir ung börn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið og athygli verið vakin á þeim gríðarlega mun sem er á innihaldi slíkra leikja eftir því hvort þeir eru markaðssettir fyrir drengi eða stúlkur. Fjögurra til sex ára strákar eiga að læra að lesa og leysa þrautir en stelpur á sama aldri eiga að læra hvernig konur geti orðið sætari og mjórri og svo eiga þær auðvitað að læra að elda. Lengst gengur sennilega leikurinn Plastic Surgery þar sem málið snýst um að framkvæma rafrænt fitusog og aðrar fegrunaraðgerðir á þar til gerðum eftirmyndum of feitra kvenna. Sá leikur hefur reyndar verið fjarlægður af Google Play og App Store en er enn í boði á ýmsum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn, þrátt fyrir hávær mótmæli úr ýmsum áttum.Í samtali við Vísi í gær sagði Auður Magndís Auðardóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, að sala á slíkum leikjum væri mjög skiljanleg út frá markaðssjónarmiði. „Já, fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur frá unga aldri. Þannig að ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið,“ sagði hún. Sjónarmið út af fyrir sig en vekur óneitanlega upp spurningar um það hvort virkilega sé markaður fyrir lýtaaðgerðaleiki fyrir fjögurra til sex ára stúlkubörn. Börn á þeim aldri kaupa sér væntanlega ekki tölvuleikina sjálf þannig að ef það er eftirspurn markaðarins eftir slíkum leikjum sem framboðinu ræður hljóta það að vera foreldrarnir sem fóðra börnin sín á þessu. Getur það virkilega verið? Það er auðvelt og átakalítið að hneykslast á peningagræðgi stóra ljóta markaðsúlfsins sem er að halda þessum ósóma að börnunum okkar en um leið ógerlegt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ef þessir leikir seljast ekki er framleiðslu þeirra fljótlega hætt. Þannig virkar sá úlfur nú einu sinni. Ábyrgðin liggur því fyrst og síðast hjá foreldrum stúlkna á þessum aldri - og öllum aldri ef út í það er farið - að kaupa ekki þessa mannskemmandi leiki og aðrar staðalímyndaviðhaldandi markaðsvörur. Það erum við sem erum fyrirmyndir og uppalendur barnanna okkar, ekki einhver misvitur leikjafyrirtæki úti í heimi. Bakslagið í kynjaumræðunni er ekki markaðsöflunum að kenna heldur okkur sjálfum. Á meðan við látum okkur detta í hug að fóðra dætur okkar á fegrunaraðgerðaleikjum og stöðluðum prinsessufyrirmyndum mun ekkert breytast. Og þótt rafrænir ranghalar internetsins séu vandrataðir þá ætti það að vera á færi hvers foreldris að koma í veg fyrir að börnin þeirra leiki sér í slíkum leikjum. Kostar auðvitað tíma og yfirlegu en hlýtur að vera margfaldlega þess virði þegar upp er staðið. Hvaða foreldri vill að dóttir þess hafi þær hugmyndir að hlutverk kvenna sé fyrst og fremst að vera sætar? Eða liggur vandinn kannski einmitt í því að foreldrar sjái ekkert athugavert við þá afstöðu? Þá er virkilega kominn tími á nýja kvennabyltingu - og það strax í dag.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun