Mikil aukning vindorku í Noregi Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. júní 2014 07:00 Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoðaði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrændalögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengjunnar og þar getur blásið hressilega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamannastaður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kílómetra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforkuframleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarðinn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkjun) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í undirbúningi. Fylkisstjórnin í Suður-Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norðmenn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til samanburðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir.Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindrafstöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj.IKr á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 IKr á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýting vindorku er vistvæn í öllu tilliti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun