Endurfjármögnun fasteignalána getur margborgað sig Valur Þráinsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverðtryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krónur á ári? Í kjölfarið myndast umtalsverður sparnaður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækkunarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það margborgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað þér umtalsverða fjármuni.Fylgdu þrem þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteigninni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verðtryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverðmæti fasteignar þinnar. Þær upplýsingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veðsetningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðilum sem starfa á markaðnum. Ef ársvextirnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkindum að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignlánin þín. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýsingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og lífeyrissjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hagstæð kjör á fasteignalánum).Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veðskjölum felld niður. Því er lántökugjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjármálaráðgjafa.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar