Gróðarekstur í velferðarkerfinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun