Gróðarekstur í velferðarkerfinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega ári síðan lýsti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra því yfir að hann teldi að ýmis rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu væri betur sett hjá einkaaðilum en hinu opinbera. Með öðrum orðum var heilbrigðisráðherra að mæla með auknum einkarekstri heilbrigðiskerfisins og þar með einkavæðingu þess. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé. Svipuð sjónarmið hafa reglulega skotið upp kollinum hérlendis og og urðu beinlínis að trúboði með tilkomu nýfrjálshyggjunnar enda skilgetið afkvæmi hennar. En það hlýtur að teljast bæði áhyggju- og undrunarefni að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé að daðra við slíkt nú, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða og biturrar reynslu okkar sjálfra af einkavæðingu.Afleit reynsla Svía Í Svíþjóð hefur farið fram mikil umræða um einkarekstur undanfarin misseri. Eftir hægrisveiflu í sænskum stjórnmálum í síðustu tvennum kosningum hefur stór hluti heilbrigðiskerfisins verið færður í hendur einkaaðila með útboðum. Oftast er um að ræða fjölþjóðleg stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í að bjóða í opinberan rekstur, enda getur „heilbrigðisiðnaðurinn“ verið mjög ábatasamur. Þannig kom til dæmis í ljós árið 2011 að Carema Care, sem rekur elliheimili og er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Svíþjóð, hafði veitt æðstu yfirmönnum fyrirtækisins leynilegar bónusgreiðslur í gegnum skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Lúxemborg. Á móti var skorið rækilega niður í þjónustu við vistmennina, meðal annars með því að sinna ekki eðlilegri þjálfun starfsmanna. Allt var þetta gert í boði sænskra skattgreiðenda, enda er starfsemi Carema fjármögnuð með skattfé.Skert þjónusta, launamunur og skattaundanskot Carema-skandallinn er langt frá því að vera einsdæmi. Saga einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sýnir að þar gerist iðulega þrennt: Í fyrsta lagi er allt skorið niður sem ekki er sérstaklega kveðið á um í samningnum við viðkomandi fyrirtæki. Einkafyrirtæki hafa að markmiði að hámarka gróða sinn og munu því óhjákvæmilega leitast við að nýta sér glufur í samningum við ríkið til að skera niður í þjónustunni. Í öðru lagi eykst launamunur milli almennra starfsmanna svo sem sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ræstitækna annars vegar og yfirmanna og ýmissa „ráðgjafa“ hins vegar. (Og þar sem konur eru fjölmennari í fyrrnefnda hópnum eykur þetta launamun kynjanna.) Í þriðja lagi gera þessi fyrirtæki allt sem þau geta til forðast að greiða eðlilega skatta af hagnaði sínum, og nýta til þess ýmsar ósvífnar aðferðir eins og að láta skúffufyrirtæki í skattaskjólum lána dótturfyrirtækjum á háum vöxtum til að þurfa ekki að greiða skatt af hagnaðinum í upprunalandinu. Samkvæmt nýlegri úttekt Dagens Nyheter greiddu fimm stærstu einkareknu velferðarfyrirtæki Svíþjóðar aðeins um 440 milljónir íslenskra króna í skatt, en áætlaður hagnaðar þeirra nam 20 milljörðum. Það gerir um 2,2% heildarskatt að meðaltali.Vinstri græn ein með skýra afstöðu Einkarekstur er í eðli sínu gróðarekstur. Ekkert venjulegt fyrirtæki tekur upp á því að semja við hið opinbera um rekstur nema það ætli sér að hafa af því ábata með einum eða öðrum hætti. Í Svíþjóð hefur umræðan nú farið að snúast um hvort réttlætanlegt sé að verja takmörkuðum fjármunum hins opinbera í arðgreiðslur til gróðafyrirtækja sem hegða sér með þeim hætti sem raun ber vitni. Yfirgnæfandi meirihluti Svía – um 70% – svarar því neitandi samkvæmt nýlegri könnun Som-stofnunarinnar og telur að einkafyrirtæki eigi ekki að geta grætt á rekstri heilbrigðisstofnana og skóla. Fróðlegt væri að gera sambærilega könnun hér á landi, en undirritaður efast um að niðurstaðan yrði önnur. Allt er þetta áhugavert í ljósi þess að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hafa talað fyrir eða opnað á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, þar á meðal Björt framtíð sem með því eins og fleiru undirstrikar stöðu sína hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Samfylkingin hefur verið veikluleg á köflum í þessari umræðu og ekki þarf að ræða um Framsóknarflokkinn, allra síst þegar hann er í samstarfi við Íhaldið eins og dæmin sanna. Aðeins einn flokkur tekur hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn gróðareknu heilbrigðis- og menntakerfi; það er Vinstrihreyfingin – grænt framboð.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar