„Það er svo gott að búa í Kópavogi“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 „Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun