Leynd hvílir yfir mannúðinni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun