Rétt skal vera rétt Sighvatur Björgvinsson skrifar 5. júlí 2014 07:00 Í grein sem ég fékk birta í Fréttablaðinu fimmtudaginn 3. júlí tók ég þannig til orða, að forsætisráðherra þægi byggðastyrk frá Alþingi fyrir að hafa skráð lögheimili sitt að Hrafnabjörgum III í núverandi kjördæmi sínu. Þegar ráðherrann lét flytja lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar úr Seljahverfinu, þar sem fjölskyldan dvelst að vísu enn, og að Hrafnabjörgum III í kjördæmi því þar sem hann svo bauð sig svo fram í næstu alþingiskosningum í húsnæði þar sem „alveg er hægt að gista“ eins og haft er eftir bóndanum á bænum öðlaðist forsætisráðherra rétt til þess að fá greiddan búsetustyrk frá Alþingi. Þeim styrk mun hann hins vegar hafa hafnað. Það breytir væntanlega hins vegar ekki því, að það er gott að búa á Akureyri eins og haft er eftir ráðherranum í tengslum við flutninga Fiskistofu þangað. Fyrst flutti hann sjálfan sig í kjördæmið og svo Fiskistofu á eftir. Allt stjórnkerfið er svo auðvitað hægt að flytja á landareignina Hriflu í sama kjördæmi. Sjávarútvegsráðherra hefur sjálfur sagt að flutningur Fiskistofu væri bara fyrsta vers. Önnur vers kæmu í kjölfarið. Án efa verður líka gott að búa þar. Í nýrri höfuðborg í næsta nágrenni við lögheimili hæstráðanda og í hans eigin kjördæmi. Annað eins og þetta hefur svo sem áður sést. Eins og þegar hæstráðandi í Brasilíu lét reisa nýja höfuðborg langt úti í dreifbýli landsins í heiðursskyni við sögulega arfleifð. En rétt skal vera rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem ég fékk birta í Fréttablaðinu fimmtudaginn 3. júlí tók ég þannig til orða, að forsætisráðherra þægi byggðastyrk frá Alþingi fyrir að hafa skráð lögheimili sitt að Hrafnabjörgum III í núverandi kjördæmi sínu. Þegar ráðherrann lét flytja lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar úr Seljahverfinu, þar sem fjölskyldan dvelst að vísu enn, og að Hrafnabjörgum III í kjördæmi því þar sem hann svo bauð sig svo fram í næstu alþingiskosningum í húsnæði þar sem „alveg er hægt að gista“ eins og haft er eftir bóndanum á bænum öðlaðist forsætisráðherra rétt til þess að fá greiddan búsetustyrk frá Alþingi. Þeim styrk mun hann hins vegar hafa hafnað. Það breytir væntanlega hins vegar ekki því, að það er gott að búa á Akureyri eins og haft er eftir ráðherranum í tengslum við flutninga Fiskistofu þangað. Fyrst flutti hann sjálfan sig í kjördæmið og svo Fiskistofu á eftir. Allt stjórnkerfið er svo auðvitað hægt að flytja á landareignina Hriflu í sama kjördæmi. Sjávarútvegsráðherra hefur sjálfur sagt að flutningur Fiskistofu væri bara fyrsta vers. Önnur vers kæmu í kjölfarið. Án efa verður líka gott að búa þar. Í nýrri höfuðborg í næsta nágrenni við lögheimili hæstráðanda og í hans eigin kjördæmi. Annað eins og þetta hefur svo sem áður sést. Eins og þegar hæstráðandi í Brasilíu lét reisa nýja höfuðborg langt úti í dreifbýli landsins í heiðursskyni við sögulega arfleifð. En rétt skal vera rétt.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar