Fimm þýðingar á glæpasögum tilnefndar til Ísnálarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:00 Magnea J. Matthíasdóttir: "Gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“ Vísir/GVA „Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi. Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi.
Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp