

Hver á sér fegra föðurland...
Íbúarnir fylgdu aldagamalli menningu, hvor hópurinn á sinn hátt sem þó er að mörgu leyti keimlíkur enda ætternið samfléttað úr ranni nokkurra fornþjóða fyrir botni Miðjarðarhafs, ef grannt er skoðað.
Með víðtæku samkomulagi þjóða heims fengu gyðingar rétt til að merkja sér sitt föðurland og ráða fyrir héruðum á um helmingi landsvæðisins. Þjóðirnar tóku sér þetta vald í mannúðarskyni. Palestínumenn og bandamenn þeirra höfnuðu þessari gjörð eins og hún var unnin. Skammvinnt og misráðið stríð gegn nýríkinu Ísrael til að koma í veg fyrir skiptinguna lauk með ósigri. Palestínumenn tvístruðust, margir inn á landsvæði sem nágrannaríki réðu yfir, eða tóku sér í öllu atinu, en aðrir þjöppuðu sér saman á fyrri slóðum.
Enginn veit með vissu hvernig deilur (frá 1920 til 1950), hefndir, samningsrof, leynimakk og ofbeldi gegn almenningi af báðum ætternum spenntu boga óvildar og haturs. Mannúðin lét undan síga, það er víst. Hitt vita allir að meðal gyðinga réðu nú mestu menn sem töldu, og telja enn, að þeir hafi guðlegan rétt, hafinn yfir vafa eða málamiðlanir, til landsvæðis sem virðist miklu stærra en en það sem upphaflega var úthlutað af meirihluta þjóðanna.
Skelfileg herkví
Í áratugi, en varla þakklætisskyni, hafa yfirvöld Ísraels svo þrammað fram, með yfirburða hermætti sínum og sérhagsmunastefnu, og lagt undir sig mest allt föðurland fyrrum sambýlinganna, múrað þá inni og þvingað, og beitt margföldu ofbeldi miðað við viðnám og ofbeldi þeirra hernumdu. Orsakir og afleiðingar hverfa í vítahring átaka. Fjöldi flóttamanna hefur búið í ömurlegum búðum og hverfum í nágrannalöndunum, kynslóð fram af kynslóð. Á þá hefur verið ráðist en því samtímis hafnað að til séu palestínskir flóttamenn án föðurlands.
Nú er annað föðurlandið næstum horfið af kortinu. Hluti þess er fáeinna hundraða ferkílómetra ósjálfbært landsvæði og húsakraðak í skelfilegri herkví. Hinn er töluvert stærra svæði, sundurtætt af ólöglegum hernámsbyggðum og undir grjóthörðu, vopnuðu eftirliti. Tilmælum, þrábeiðnum, alþjóðalögum og alþjóðlegum samþykktum vísa hinir sjálfsöruggu á bug en gefa ekki upp hvar þeir láta staðar numið með sitt föðurland. Né hvar hinir eiga að byggja föðurland.
Svo landlitlir eru Palestínumenn orðnir að talsvert af ungu fólki beggja vegna landamæranna hefur misst trú á að tveggja ríkja lausn geti veitt því viðunandi líf.
Málefnalega gagnrýni og kröfur um afturhvarf til upprunalega úthlutaðs föðurlands merkja talsmenn goðsagnarinnar sem gyðingahatur og stuðning við hryðjuverkamenn eða þeir vísa til Helfararinnar, sem siðaðir menn hafa löngu fordæmt, og spyrja: - Höfum við ekki þolað nóg? Þeir skilja ekki, eða leyna því vísvitandi, að við hötum engan. Við erum flest vinir gyðinga og Palestínumanna og segjum við ráðamenn í Ísrael, þess vegna og vegna forsögunnar: - Hlýðið alþjóðsamfélaginu, sem markaði ykkur föðurland. Virðið mannréttindi og alþjóðalög! Við ráðamenn fylkinga í Palestínu: - Bjóðið vopnahlé sem heldur.
Skoðun

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar