Starfsgreining sendiherra Ásta Bjarnadóttir skrifar 5. ágúst 2014 07:00 Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði. Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954. Í umræðu um skipun sendiherra á dögunum sagðist fyrrverandi utanríkisráðherra ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsa ætti stöður sendiherra því „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli er að gera vandaða starfsgreiningu. Starfsgreining skiptist almennt í starfslýsingu, þ.e. lýsingu á þeim verkefnum sem unnin eru í starfinu, vinnuaðstæðum og umgjörð starfsins annars vegar, og starfskröfulýsingu, þ.e. lýsingu á þeim kröfum sem starfið gerir til starfsmanna, hins vegar. Starfskröfulýsingin er notuð til að draga fram þá eiginleika sem leita þarf eftir hjá umsækjendum um störfin. Við gerð starfskröfulýsingar er oft stuðst við fjórþættan ramma, þar sem skilgreind eru starfsþekking, færni, geta og aðrir persónulegir eiginleikar. Sendiherrastörf fela í sér margvísleg verkefni og ábyrgðarsvið sem ekki verður farið nánar út í hér og ekki verður hér heldur gerð tilraun til að lýsa umgjörð starfsins eða vinnuaðstæðum sendiherra. Eftirfarandi eru hins vegar drög að starfskröfulýsingu sendiherrastarfsins. Þetta er sá hluti starfsgreiningar sem almennt er notaður til að undirbyggja annars vegar auglýsingu um starfið og hins vegar það matsferli sem sett er upp til að meta umsækjendur í kjölfarið. Starfskröfulýsingin skiptist í fjóra hluta samkvæmt ofangreindu kerfi. Kröfulýsing sendiherrastarfsins Starfsþekking sem sendiherrar þurfa að hafa: Þekking á alþjóðasamskiptum og alþjóðastofnunum. Þekking á íslensku lagaumhverfi. Þekking á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Þekking á uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar. Þekking á íslenskri menningu og sögu. Þekking á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þjóðhagfræði. Færni sem sendiherrar þurfa að hafa: Færni í að skilja, tala og skrifa 2-3 erlend tungumál. Færni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri. Færni í samningatækni og sáttamiðlun. Leikni í samtölum við ókunnugt fólk. Færni í að semja og flytja ræður, jafnt skrifaðar sem blaðlaust. Hæfni í notkun helstu tölvuforrita og samskiptatækja. Færni í stjórnun starfsmanna og rekstri. Geta sem sendiherrar þurfa að hafa: Mikil hugræn geta, þ.e. greiningarhæfni, gagnrýnin hugsun og dómgreind. Geta til að læra hratt nýja hluti, þ.e. tileinka sér skriflegar eða munnlegar upplýsingar. Geta til að draga ályktanir, sjá samhengi hlutanna og finna lausnir á flóknum vandamálum. Geta til að tjá sig á skýran hátt og góð framsögn. Líkamleg geta til að standa í ferðalögum og vinna langan vinnudag. Aðrir persónulegir eiginleikar sem sendiherrar þurfa að hafa: Lipurð í samskiptum og virðuleg en hlýleg framkoma. Þjónustuvilji, þ.e. áhugi á að aðstoða fólk og fyrirtæki. Leiðtogahæfileikar, þ.e. hæfni til sannfæringar og til að hrífa fólk með sér. Áhugi á ólíkum menningarheimum, þjóðum og fólki. Frumkvæði og hugmyndaauðgi. Tekið skal fram að ofangreint er einungis fyrstu drög og næsta skref væri að útfæra þessa starfsgreiningu betur, með viðtölum við nokkra sendiherra og yfirmenn þeirra, þ.e. ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ef utanríkisráðherra óskar eftir að nota þessi drög til að auglýsa í fyrsta sinn í sögunni starf sendiherra þá er ég ekki í vafa um að margir myndu fagna því og margir hæfir sækja um, bæði karlar og konur. Hvað gera ráðherra og Alþingi? Ekki ber að skilja grein þessa sem svo að höfundur telji nýráðna sendiherra ekki starfinu vaxna, öðru nær. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast. Þó að það sé kannski ekki einfalt mál að velja góðan sendiherra, og þó að menn geti verið ósammála þeirri greiningu á starfinu sem hér að ofan er birt, þá fer því fjarri að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli. Vonandi er þess ekki langt að bíða að utanríkisráðherra taki sig til og auglýsi sendiherrastöðu, eða að löggjafarsamkundan afnemi illa rökstudda undanþágu utanríkisráðuneytisins frá auglýsingaskyldunni og þar með faglegu ráðningarferli. Margir munu taka ofan fyrir þeim stjórnmálamanni sem hefur frumkvæði að því að eyða þeirri tortryggni sem ítrekað kemur upp við skipanir sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði. Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954. Í umræðu um skipun sendiherra á dögunum sagðist fyrrverandi utanríkisráðherra ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsa ætti stöður sendiherra því „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli er að gera vandaða starfsgreiningu. Starfsgreining skiptist almennt í starfslýsingu, þ.e. lýsingu á þeim verkefnum sem unnin eru í starfinu, vinnuaðstæðum og umgjörð starfsins annars vegar, og starfskröfulýsingu, þ.e. lýsingu á þeim kröfum sem starfið gerir til starfsmanna, hins vegar. Starfskröfulýsingin er notuð til að draga fram þá eiginleika sem leita þarf eftir hjá umsækjendum um störfin. Við gerð starfskröfulýsingar er oft stuðst við fjórþættan ramma, þar sem skilgreind eru starfsþekking, færni, geta og aðrir persónulegir eiginleikar. Sendiherrastörf fela í sér margvísleg verkefni og ábyrgðarsvið sem ekki verður farið nánar út í hér og ekki verður hér heldur gerð tilraun til að lýsa umgjörð starfsins eða vinnuaðstæðum sendiherra. Eftirfarandi eru hins vegar drög að starfskröfulýsingu sendiherrastarfsins. Þetta er sá hluti starfsgreiningar sem almennt er notaður til að undirbyggja annars vegar auglýsingu um starfið og hins vegar það matsferli sem sett er upp til að meta umsækjendur í kjölfarið. Starfskröfulýsingin skiptist í fjóra hluta samkvæmt ofangreindu kerfi. Kröfulýsing sendiherrastarfsins Starfsþekking sem sendiherrar þurfa að hafa: Þekking á alþjóðasamskiptum og alþjóðastofnunum. Þekking á íslensku lagaumhverfi. Þekking á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Þekking á uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar. Þekking á íslenskri menningu og sögu. Þekking á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þjóðhagfræði. Færni sem sendiherrar þurfa að hafa: Færni í að skilja, tala og skrifa 2-3 erlend tungumál. Færni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri. Færni í samningatækni og sáttamiðlun. Leikni í samtölum við ókunnugt fólk. Færni í að semja og flytja ræður, jafnt skrifaðar sem blaðlaust. Hæfni í notkun helstu tölvuforrita og samskiptatækja. Færni í stjórnun starfsmanna og rekstri. Geta sem sendiherrar þurfa að hafa: Mikil hugræn geta, þ.e. greiningarhæfni, gagnrýnin hugsun og dómgreind. Geta til að læra hratt nýja hluti, þ.e. tileinka sér skriflegar eða munnlegar upplýsingar. Geta til að draga ályktanir, sjá samhengi hlutanna og finna lausnir á flóknum vandamálum. Geta til að tjá sig á skýran hátt og góð framsögn. Líkamleg geta til að standa í ferðalögum og vinna langan vinnudag. Aðrir persónulegir eiginleikar sem sendiherrar þurfa að hafa: Lipurð í samskiptum og virðuleg en hlýleg framkoma. Þjónustuvilji, þ.e. áhugi á að aðstoða fólk og fyrirtæki. Leiðtogahæfileikar, þ.e. hæfni til sannfæringar og til að hrífa fólk með sér. Áhugi á ólíkum menningarheimum, þjóðum og fólki. Frumkvæði og hugmyndaauðgi. Tekið skal fram að ofangreint er einungis fyrstu drög og næsta skref væri að útfæra þessa starfsgreiningu betur, með viðtölum við nokkra sendiherra og yfirmenn þeirra, þ.e. ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ef utanríkisráðherra óskar eftir að nota þessi drög til að auglýsa í fyrsta sinn í sögunni starf sendiherra þá er ég ekki í vafa um að margir myndu fagna því og margir hæfir sækja um, bæði karlar og konur. Hvað gera ráðherra og Alþingi? Ekki ber að skilja grein þessa sem svo að höfundur telji nýráðna sendiherra ekki starfinu vaxna, öðru nær. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast. Þó að það sé kannski ekki einfalt mál að velja góðan sendiherra, og þó að menn geti verið ósammála þeirri greiningu á starfinu sem hér að ofan er birt, þá fer því fjarri að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli. Vonandi er þess ekki langt að bíða að utanríkisráðherra taki sig til og auglýsi sendiherrastöðu, eða að löggjafarsamkundan afnemi illa rökstudda undanþágu utanríkisráðuneytisins frá auglýsingaskyldunni og þar með faglegu ráðningarferli. Margir munu taka ofan fyrir þeim stjórnmálamanni sem hefur frumkvæði að því að eyða þeirri tortryggni sem ítrekað kemur upp við skipanir sendiherra.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar